Bjartmar í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 11 júní mun Bjartmar Guðlaugsson halda tónleika í Leifsbúð, tónleikarnir hefjast kl. 21. Eins og flestir vita á Bjartmar farsælan feril sem tónlistamaður hérlendis. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Matur og drykkur verður til sölu á meðan tónleikarnir standa yfir.

Garðland

DalabyggðFréttir

Garðland fyrir grænmetisræktun í Búðardal er í námunda við vatnstankinn. Íbúum Dalabyggðar er frjálst að helga sér reit á svæðinu til afnota sumarlangt endurgjaldlaust, en eru beðnir að gæta hófs varðandi stærð þannig að sem flestir áhugasamir geti nýtt sér svæðið.

Kvennahlaup ÍSÍ

DalabyggðFréttir

27. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður laugardaginn 4. júní kl. 11 og hefst við Leifsbúð. Hægt verður að hlaupa stóran (2,2 km) eða lítinn hring (1 km). Verð á kvennahlaupsbolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri, verðlaunapeningur er innifalinn í verði. Frítt verður í sund á Laugum eftir hlaupið og þarf …

Skólaslit Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Skólaslit Auðarskóla, grunnskóla- og tónlistardeildar, verða miðvikudaginn 1. júní klukkan 17 í Dalabúð. Auðarskóli

Fuglafjör á Ströndum

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. maí klukkan 16 verður Fuglafjör í Náttúrubarnaskólanum á Sauðfjársetrinu á Ströndum fyrir fólk á öllum aldri. Dagrún Ósk Jónsdóttir byrjar á stuttri kynningu á náttúrubörnum á Ströndum og starfinu í sumar og svo sér Jón Jónsson um fróðlegt og skemmtilegt spjall um fugla á Ströndum fyrir byrjendur. Á eftir því ætlum við að kíkja út í gönguferð og …

Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Innanríkisráðherra hefur staðfest lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð og var hún birt í Stjórnartíðindum 6. maí og hefur þar með tekið gildi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér efni samþykktarinnar sem finna má á vef Dalabyggðar og á vef Stjórnartíðinda. Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð

Augnlæknir

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir, augnlæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 3. júní. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Heim í Búðardal

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin helgina 8.-10. júlí. Viðburðir hátíðarinnar verða meðal annars Vestfjarðarvíkingurinn, kassabílarallý KM, ljósmynda- og myndlistasýningar og fleira. Ef einhverjir vilja koma að hátíðinni með einhverjum hætti þá er hægt að hafa samband við Svönu í síma 779 1324 eða netfangið tomstund@dalir.is. Hægt er að fylgjast með á Facebooksíðunni Bæjarhátíð í Búðardal.

Íþróttaæfingar UDN

DalabyggðFréttir

Frjálsíþrótta- og knattspyrnuæfingar verða á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:00-19:00. Engin æfingagjöld verða á þessar æfingar. Yfirþjálfari verður Svana Hrönn. Nánari upplýsingar í síma 779 1324, netfanginu udn@udn.is og á heimasíðunni www.udn.is.

Leifsbúð – sumarstörf

DalabyggðFréttir

Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í Leifsbúð í sumar. Upplýsingar gefur Hafliði í síma 823 0100 eða netfangið he1008@hotmail.com