Sjálfboðaliðaverkefni

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 29. apríl. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …

Auðarskóli – útboð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Dalabyggð. Grunnskólinn í Búðardal. Endurnýjun þakklæðningar, þakkants ofl.“ Verkið felur í sér að rífa núverandi trapizustál af þaki og setja bárustál í staðinn, endurnýja þakpappa, skotrennur, flasningar, kjöljárn ofl. Einnig skipta um burðarvirki og núverandi trapizustál á þakkanti og setja klæðningu í staðinn, skipta um þakrennur, niðurfallsrör og skipta um klæðningu neðan á þakkanti. …

Opið íþróttamót Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 30. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í Landssambandi hestamannafélaga (LH). Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Glaðs.

Deiliskipulagstillaga að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. mars 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Lauga í Sælingsdal skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur til húshitunar og auk þess til ánægju og heilsuræktar. Nýleg sundlaug er …

1. maí samkoma

DalabyggðFréttir

1. maí samkoma verður í Búðardal í boði SDS og Stéttarfélags Vesturlands í Dalabúð kl. 14:30 Kynnir: Kristín G. Ólafsdóttir SDS Ræðumaður: Garðar Hilmarsson formaður St. Reykjavíkur Skemmtiatriði: Trúbadorarnir; Halldór Ólafsson (Lolli) og Valgeir Guðjónsson Stuðmaður með meiru. Kaffiveitingar Starfsmannafélaga Dala- og Snæfellsnessýslu Stéttarfélag Vesturlands

Gjöf til Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur borist gjöf frá fjölskyldu Skúla Hlíðkvist Jóhannssonar en þar er um að ræða 40 ljósmyndir af gömlu byggðinni undir Fjósabökkum í Búðardal. Sveitarstjórn færir fjölskyldu Skúla bestu þakkir fyrir gjöfina.

Héraðsbókasafn

DalabyggðFréttir

Af óviðráðanlegum ástæðum verður Héraðsbókasafnið lokað í dag, þriðjudaginn 26. apríl. Næsti opnunardagur er fimmtudaginn 28. apríl.

Kvennabrekkusókn

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn að Fellsenda 1 kl. 21 föstudaginn 29. apríl. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir eru velkomnir.

Samkaup – atvinna

DalabyggðFréttir

Samkaup í Búðardal óskar eftir að ráða fólk á almennar vaktir, uppvask og þrif, áfyllingar, grillvaktir, vaktstjórn og í afleysingar í sumar frá 1. júní til 31. ágúst. Upplýsingar gefur Ingvar í síma 861 5462.