Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Söfnun á rúlluplasti verður dagana 13.-15. apríl. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Mikilvægt er að baggabönd og net séu sett sér í glæra plastpoka og vel aðgreinanleg frá rúlluplasti. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og …

Ræktun matjurta í heimilisgarðinum

DalabyggðFréttir

Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir námskeiði í ræktun matjurta í heimilisgarðinum laugardaginn 23. apríl frá kl. 09:30 til 15:30 í Dalabúð. Á námskeiðinu verður fjallað í máli og myndum um ræktun matjurta í heimilisgarðinum. Farið verður yfir forræktun, sáningu og fræ, pottun, vökvun, áburðargjöf og útplöntun. Þá verður fjallað um jarðveg og lífið í jarveginum, umhirðu og uppskeru ásamt algengustu vandamálum …

Blótsteinn á Fjósum

DalabyggðFréttir

Við göngu um Fjósalandið rakst Viðar Þór Ólafsson nýlega á sérkennilegan stein við gamla brunninn. Við nánari rannsóknir hefur komið í ljós að um blótstein er að ræða. Blótsteinar kölluðust þeir steinar sem notaðir voru við fórnir í heiðnum sið. Og með sérstökum rannsóknum má staðfesta hvort blóð hafi legið í steininum. Steinninn er enn á sínum stað og þess …

Gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 2. apríl kl. 15 mun Hafdís Sturlaugsdóttir flytja erindi um gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Þá verða ljósmyndir úr filmusafni Jón og Guðmundar í Ljárskógum til sýnis þennan sama laugardag. Myndasafn þetta er í eigu Þjóðminjasafns Íslands og eru …

Ballið á Bessastöðum

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 18. mars síðastliðinn frumsýndi Leikfélag Hólmavíkur fjölskyldusýninguna Ballið á Bessastöðum. Sýning var hluti af Barnamenningarhátíð Vestfjarða sem haldin var á Hólmavík að þessu sinni og stóð yfir í viku með tilheyrandi dagskrá og skemmtun og tókst afar vel upp. Ballið á Bessastöðum hefur verið sýnt nokkrum sinnum á Hólmavík við góðar undirtektir. Ákveðið var að láta þar ekki staðar …

Árgjald héraðsbókasafns

DalabyggðFréttir

Árgjald Héraðsbókasafns fyrir árið 2016 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Hægt er að greiða árgjaldið inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019 og skrá í skýringar ef greitt er fyrir annan. Einnig er hægt að greiða árgjaldið á skrifstofu Dalabyggðar. Eindagi árgjalds er 1. apríl og eftir það verður greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði. Héraðsbókasafn Dalasýslu …

Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003 og gjaldskrá fyrir hundahald í Dalabyggð frá 16. desember 2014. Eigendum hunda í Búðardal er skylt að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar og greiða 7.000 kr. gjald. Í því gjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Eftir það er innheimt árlega 5.000 kr …

Veitingarekstur í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Vegna breyttra forsendra er veitingaaðstaðan í Leifsbúð auglýst til leigu. Óskað er eftir tilboðum sem tilgreini hlutdeild leigusala (Dalabyggðar) í heildarveltu (án vsk), óskir um lengd leigutíma, áform um opnunartíma og annað það sem máli kann að skipta. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar í síðasta lagi …

Dalabyggð – laus störf

DalabyggðFréttir

Laus störf eru á leikskóladeild Auðarskóla, við lengda gæslu, við félagslega liðveislu og á Silfurtúni. Leikskóladeild Auðarskóla Leikskólakennara, deildarstjóra og almennt starfsfólk vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Við leitum að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til og með 29. …

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Ólafur K. Ólafsson sýslumaður verður með viðtalstíma í Búðardal á milli kl. 10:00 – 14:00 miðvikudaginn 23. mars. Tímapantanir eru í síma 4582300, einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið oko@syslumenn.is