Í tilefni tuttugu ára afmælis Glímufélags Dalamanna er sýning á verðlaunagripum, ljósmyndum og búningum félagsins á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Héraðsbókasafnið er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-18.
Viðvera atvinnuráðgjafa
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi verður með viðveru í Dalabyggð þriðjudaginn 2. október kl. 10-12.
Uppbyggingasjóður Vesturlands
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Umsóknir eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019 og þeim áherslum sem eru í verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á …
Dalaveitur
Í sumar hafa Dalaveitur ehf, félag í eigu Dalabyggðar, unnið að lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Verkefnið er styrkt af Fjarskiptasjóði í gegnum verkefnið „Ísland ljóstengt“ sem styður við ljósleiðaravæðing dreifbýlis á Íslandi. Að öðru leyti er stofnkostnaður framkvæmdarinnar fjármagnaður af notendum og Dalabyggð. Síðsta haust fékk Dalabyggð hæsta mögulega styrk úr samkeppnispotti fyrir Vesturland til að ljósleiðaravæða allt sveitarfélagið utan …
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna
Börn 15-17 ára eiga ekki rétt á húsnæðisbótum. Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15–17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguherbergi hjá óskyldum vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi sé sambærilegt nám ekki í boði í sveitarfélaginu. Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og getur numið allt að 50% …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 165. fundur
165. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. september 2018 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Húsnæðisáætlun Lögð fram drög að húsnæðisáætlun. 2. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Umræða um hvort breyta eigi því fyrirkomulagi á embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er sameiginlegt fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. 3. Íbúaþing 2018 Úr fundargerð Atvinnumálanefndar Dalabyggðar frá 28. …
Sorphirðu frestað
Sorphirðu er vera átti í dag, þriðjudaginn 11. september, er frestað til morguns, miðvikudagsins 12. september, vegna endurmenntunar bílstjóra.
Réttir haustið 2018
Fjallskilaseðlar eiga hafa verið sendir til allra fjáreigenda í sveitarfélaginu og réttað verður í níu lögréttum nú um helgina. Lögréttir í Dalabyggð Dagsetning Kl. Tungurétt á Fellsströnd laugardaginn 8. september * Tungurétt 2 föstudaginn 14. september * Kirkjufellsrétt í Haukadal laugardaginn 15. september * Flekkudalsrétt á Fellsströnd laugardaginn 15. september * Vörðufellsrétt á Skógarströnd laugardaginn 15. september 13 Fellsendarétt í Miðdölum …
Fundur um vindorku
Storm Orka býður íbúum Dalabyggðar og öðrum sem láta sig vindorku varða til fundar í Dalabúð miðvikudaginn 12. september kl. 20. Efni fundarins verður að kynna hugmyndir um vindorkugarð í landi Hróðnýjarstaða og þau drög sem lögð hafa verið fram til kynningar á hvernig staðið verði að mati á mögulegum umhverfisáhrifum af framkvæmdunum. Storm Orka
Atvinnuráðgjafi SSV
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður til viðtals í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar Þriðjudaginn 11. september kl. 13–15. Síminn hjá Ólafi er 892-3208.