Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands til atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður.

Umsóknir eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019 og þeim áherslum sem eru í verklags- og úthlutunarreglum sjóðsins.

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 433 2310 eða senda fyrirspurn á netfangið uppbyggingarsjodur@ssv.is

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 9. október 2018.

Uppbyggingasjóður Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei