Sveitarstjórn Dalabyggðar 165. fundur

DalabyggðFréttir

165. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. september 2018 og hefst kl. 16.

 

Dagskrá

Almenn mál

1. Húsnæðisáætlun
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun.
2. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Umræða um hvort breyta eigi því fyrirkomulagi á embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er sameiginlegt fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp.
3. Íbúaþing 2018
Úr fundargerð Atvinnumálanefndar Dalabyggðar frá 28. ágúst 2018:
4. Íbúaþing 2018 – 1807002
Rætt var um heppilegan tíma fyrir íbúaþing, en nefndin telur að um miðjan nóvember sé góður tími fyrir þingið.
Gott væri að fá stjórnanda og fyrirlesara utan frá, sem hafi reynslu af þess háttar vinnu.
Ætlunin er að kalla eftir viðbrögðum íbúa fyrir þingið um hvaða mál brenna helst á íbúum.
Jafnframt lítur nefndin svo á að það þurfi að fjalla um stóru málin: framtíð og uppbyggingu Dalanna.
Nefndin hvetur sveitarstjórn til að veita tilteknar fjárheimildir til verkefnisins.
4. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Staðan í dag og næstu skref.
5. Íbúakosning, undirskriftalisti, kosningar
Afgreiðsla sveitarstjórnar á tillögum um íbúakosningu og íbúafund á 164. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar.
6. Fjallskil 2018
Fundargerðir, álagningar- og leitarseðlar vegna fjallskila 2018
7. 100 ára afmæli UDN

Fundargerðir til staðfestingar

10. Byggðarráð Dalabyggðar – 206
10.1 Ljósleiðari 2018
10.2 Stofngjald ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal
10.3 Hjólabrettagarður
10.4 Söguskilti 2018
10.5 Vínlandssetur
11. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 2
11.1 Mjólkursamsalan – framleiðsla og starfsumhverfi í Dölum
11.2 Verkefni og hlutverk atvinnumálanefndar
11.3 Stuðningur við frumkvöðlastarfsemi í Dölum
11.4 Íbúaþing 2018
11.5 Eiríksstaðir 2018

Mál til kynningar

8. Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
Dagskrá og drög að stefnumótun landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga.
9. Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál
Dagskrá landsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga um jafnrétti.

11. september 2018

Kristján Sturluson, sveitarstjóri

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei