Hundahreinsun

DalabyggðFréttir

Hundahreinsun í Búðardal fer fram miðvikudaginn 17. desember nk. kl. 16-18 hjá dýralækni að Ægisbraut 19. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða garnaveikibólusetningu sauðfjár og annarri yfirferð dýralæknis. Hundaeigendur í dreifbýli sem ekki eiga sauðfé eru beðnir um láta Gísla Sverri Halldórsson dýrarlækni vita af þeim hundum svo hægt verði að meðhöndla þá í sömu ferð. Samkvæmt samþykkt um hundahald …

Tómstundabæklingur vor 2015

DalabyggðFréttir

Áætlað er að gefa út síðari hluta janúar tómstundabækling. Þar yrði fjallað um tómstunda- og æskulýðsstarf janúar – maí 2015 í Dalabyggð. Sú nýbreytni verður og að fyrirtæki og aðrir geta keypt auglýsingar í bæklinginum. Æskilegt er að þeir sem standa að tómstunda- og félagsstarfi í sveitarfélaginu komi því á framfæri í bæklinginum. Þannig er hægt að koma fjölbreyttu félagsstarfi …

Lionsklúbbur Búðardals – jólamarkaður

DalabyggðFréttir

Jólamarkaður Lionsklúbbs Búðardals í Leifsbúð föstudaginn 12.12.2014, frá kl. 15:00 – 18:00 Markaðurinn hefur gengið vel og fjöldi fólks heimsótt okkur og erum við þakklát fyrir þann stuðning sem þið kæru Dalamenn sýnið okkur. Eins er áfram hægt að hafa samband við okkur og við komum ef þess er óskað með varninginn heim til ykkar. Jólamarkaðurinn verður í Leifsbúð: föstudaginn …

Sýslumaðurinn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Vegna undirbúningsfundar verður sýsluskrifstofan lokuð föstudaginn 12. desember. Nú er í undirbúningi stofnum embættis Sýslumannsins á Vesturlandi, sem tekur til starfa 1. janúar 2015. Embættið mynda embætti sýslumannanna í Búðardal, Borgarnesi, Akranesi og sýslumanns Snæfellinga. Starfsfólk sýslumannsembættanna mun halda starfsdag til undirbúnings hins nýja sýslumannsembættis eftir hádegi föstudaginn 10. október n.k. Sýslumaðurinn á Akranesi og sýslumaðurinn í Borgarnesi hafa fallist …

Sorphirða

DalabyggðFréttir

Sorphirða sem að vera átti í dag fellur niður. Í stað þess verður sorpið tekið miðvikudaginn 10. desember.

Tjaldsvæði í Búðardal

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur samið við Kol ehf. um framkvæmdir við tjaldsvæðið í Búðardal og eru þær hafnar með uppsetningu girðingar. Framkvæmdin felst m.a. í því að stækka tjaldsvæðið með nýju húsbílastæði við mót Vesturbrautar og Miðbrautar og ganga frá undirstöðum fyrir nýtt þjónustuhús sem kemur í stað þess gamla og verður það staðsett dálítið fjær grunnskólalóð en nú er. Hluti af …

Vaxtarsamningur Vesturlands

DalabyggðFréttir

Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi. Á heimasíðu Vaxtarsamningsins undir flipanum „Umsóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknum skal skilað rafrænt, en frestur til að skila umsóknum er til 10. desember 2014. Vaxtarsamningur Vesturlands

Jólamarkaður Lions

DalabyggðFréttir

Vegna fjölda áskoranna hefur Lionsklúbbur Búðardals ákveðið að hafa jólamarkað sinn opinn lengur en fyrr var auglýst. Jólamarkaður Lions verður í Leifsbúð föstudaginn 5. desember kl. 15 – 18 föstudaginn 12. desember kl. 15 – 18 Einnig er hægt að hafa samband við Lions og þá koma þeir með varninginn heim Þeir sem vilja fá Lions í heimsókn hafi samband …

Byggðastofnun – Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna

DalabyggðFréttir

Margt bendir til þess að ein helsta ástæða fólksfækkunar í brothættum byggðum liggi í einhæfu atvinnulífi og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Enginn vafi er á því að mati Byggðastofnunar að jafnréttismál í víðu samhengi eru meðal allra brýnustu byggðamála. Það er því eitt af markmiðum Byggðastofnunar að fjölga konum sem eru í viðskiptum …