Byggðastofnun – Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna

DalabyggðFréttir

Margt bendir til þess að ein helsta ástæða fólksfækkunar í brothættum byggðum liggi í einhæfu atvinnulífi og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Enginn vafi er á því að mati Byggðastofnunar að jafnréttismál í víðu samhengi eru meðal allra brýnustu byggðamála.
Það er því eitt af markmiðum Byggðastofnunar að fjölga konum sem eru í viðskiptum við stofnunina. Á fundi stjórnar Byggðastofnunar 14. nóvember síðastliðinn var samþykkt að setja á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfssvæði stofnunarinnar í von um að með því geti stofnunin ýtt undir fjölbreyttari atvinnutækifæri fyrir konur í byggðum landsins.
Til verkefnisins verður varið allt að 200 mkr. Nánari upplýsinar um lánið er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar og hjá Elínu Gróu Karlsdóttur forstöðumanni fyrirtækjasviðs í síma 455 5400 eða á netfangið elin@byggdastofnun.is.

Byggðastofnun

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei