Tjaldsvæði í Búðardal

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur samið við Kol ehf. um framkvæmdir við tjaldsvæðið í Búðardal og eru þær hafnar með uppsetningu girðingar.
Framkvæmdin felst m.a. í því að stækka tjaldsvæðið með nýju húsbílastæði við mót Vesturbrautar og Miðbrautar og ganga frá undirstöðum fyrir nýtt þjónustuhús sem kemur í stað þess gamla og verður það staðsett dálítið fjær grunnskólalóð en nú er.
Hluti af framkvæmdunum er að fjarlægja jarðvegsmön austan grunnskólabyggingar og verður efni úr möninni nýtt til að ganga frá yfirborði gömlu leikskólalóðarinnar við NA-horn byggingarinnar. Að framkvæmdum loknum verður slétt grasflöt norðan byggingarinnar en aflíðandi brekka að austan til að jafna hæðarmun.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdinni verði að miklu leyti lokið fyrir 15. febrúar en skiladagur fyrir þökulögn og lokafrágang er 30. apríl 2015.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei