Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.300 kr. í skráningargjald. Eftir það er 6.500 kr. árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Eigendum hunda í Búðardal ber skylda til að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald. Í …
Leir-Gugga
Guðbjörg Björnsdóttir leirlistarkona mun segja frá rannsóknum sínum og tilraunum með Dalaleirinn laugardaginn 6. apríl 2019 kl. 15 á Byggðasafni Dalamanna. Þá mun hún segja frá ferð sinni til Þýskalands sumarið 2017 og starfsnámi í postulínsverksmiðjunni Wagner & Apel í Lippelsdorf. Allir eru velkomnir á sögustund á Byggðasafni Dalamanna á meðan húsrúm leyfir.
Kótilettukvöld 2019
Lionsklúbbur Búðardals heldur kótilettukvöld í Dalabúð laugardaginn 23. mars kl. 20. Á boðstólum eru lambakótilettur með tilheyrandi meðlæti. Miðinn gildir sem happdrættismiði og auk þess verður hægt að kaupa miða á skemmtunina. Allir sem að skemmtuninni koma gefa vinnu sina og ágóði rennur til styrktar unglingadeildarinnar Óskars, skátafélagsins Stíganda og verkefnasjóðs Lionsklúbbs Búðardals. Kristján og Lolli munu sjá um …
Breyttur opnunar- og símatími
Opnunartími og símatími á skrifstofu Dalabyggðar verður kl. 9-13 alla virka daga frá og með 18. mars 2019.
Félagsvist í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur sitt þriðja og síðasta kvöld í félagsvist kl. 20 föstudaginn 15. mars 2019 í Árbliki. Það kostar 1.000 kr. að taka þátt fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Veitt verða kvöldverðlaun, heildarverðlaun og að sjálfsögðu kaffiveitingar.
Þrígangur og slaktaumur
Keppt verður í þrígangi og slaktaumatölti í Nesoddahöllinni kl. 14 sunnudaginn 24. mars. Allar nánari upplýsingar um dagskrá, keppnisfyrirkomulag og um skráningar eru á heimasíðu hestamannafélagsins Glaðs.
Aðalfundur Félags eldri borgara 2019
Aðalfundur félags eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 13:30 í Rauðakrosshúsinu.
Opnir fundir Grólindar
Landgræðslan boðar til kynninga- og samráðsfunda um verkefnið Grólind – mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands á Vesturlandi og Vestfjörðum frá 12. til 16. mars. Fundur verður í Dalabúð þriðjudaginn 12. mars kl. 20. Á fundunum verður fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitaratferli sauðfjár og samstarf við landnotendur. …
Örsýning myndmenntanema 2019
Í marsmánuði verður á safninu örsýning myndmenntanema á yngsta stigi og miðstigi Auðarskóla. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-17:30. Hægt að skila bókum á opnunartímum stjórnsýsluhússins í söfnunarkassa í anddyri stjórnsýsluhússins
Nútímadansverkið Jarðarbúi
Nútímadansverkið Jarðarbúi verður sýnt í Dalabúð sunnudaginn 10. mars kl. 14-16. Aðgangur er ókeypis. Jarðarbúi er heiti á dansverki eftir danshöfundinn Nate Yaffe í samvinnu við listakonuna Jasa Baka sem sér um myndræna útfærslu og búningahönnun. Verkið Jarðarbúi er fjörugt nútíma dansverk þar sem samhengið við náttúruöflin og íslenska náttúru er skoðað út frá líkamstjáningu. Ýmsar furðuverur leika …