Frá skólastjóra Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Nú er frysta vikan í samgöngubanni að klárast. Skólastarfið í Auðarskóla hefur gengið vonum fram og hefur skipulagið sem við lögðum upp gegnið vel. Í raun gátum við boðið uppá meira en við héldum þar sem leikskólinn hefur verið opinn fyrir alla og hefur ekki þurft að tvískipta Trölakletti. Við gerum ráðfyrir að næsta vika verði eftir sama skipulagi. En hlutirnir breytast hratt og við tilkynnum ykkur það eins hratt og við getum ef það verða breytingar.

En í stuttu máli þá er fyrirkomulagið hjá okkur svona:

Grunnskólinn er opinn frá 8:30-13:40, nema á föstudögum þá er opið til 12:30

Leikskólinn er opinn alla daga frá 8:00-14:00

Unglingastig Auðarskóla er í fjarkennslu. Kennara hafa verið að senda út upplýsinga póst og nemendur hafa möguleika á því að vera í samskiptum við kennara t.d. í gegnum teams.

Miðstigi er skipt í þrjá hópa. Þar hafa kennara unnið með nemendur í námsáætlunum en einnig hefur verið boðið uppá tilbreytni eins og Kahoot, Ævar vísindamann, 5.mínútna justdance svo dæmi séu tekinn.

Yngstastig hefur einnig verið í þremur hópur. Hefur vikan gengið mjög vel. Unnið er í námsefni bekkja en þar er líka uppbrot í útiveru og leikjum.

Á leikskólanum hefur starfið gengið vel. Þar eru við með tvo hópa. Við höfum þurft að aðlaga okkur að því að vinna á ólíkan máta og hefur það gengið vel. Það var mjög ánægjulegt að geta boðið öllum uppá leikskólavöll sem vildu.

Mötuneytið hefur verið opið alla vikuna. Þar koma nemendur í sínum hópum úr grunnskólanum, einn hópur í einu. Vel hefur gengið þar eins og annarsstaðar. Kennarar hafa líka geta tekið ávexti með útí grunnskólann til þess að hafa í stofum. Það er oft svoldið lengri tími á milli morgunmatar og hádegismat en þau eru vona og þá er gott að hafa eitthvað við höndina.

Allir starfsmenn Auðarskóla eiga mikið hrós skilið fyrir vikuna og hefur það sýnt sig hvað við eigum öflugan hóp af fagfólki við skólann.

Nemendur hafa staðið sig frábærlega alla vikuna. Það hefur verið mikill ró yfir þeim og námi gengið vel þó að aðstæður séu breyttar.

Þakkir til ykkar foreldra líka fyrir góð og uppbyggilega samskipti. Verið áfram duglega að hafa samskipti við starfsfólk sem er með hópa ykkar nemenda. Eins og staðan er þá finnst okkur best að fá tölvupóst.

Takk fyrir samstarfið og góða helgi.

Hlöðver Ingi Gunnarsson
Skólastjóri
Auðarskóli

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei