Viðvera KPMG 27. apríl fellur niður

DalabyggðFréttir

Því miður fellur niður viðvera KPMG í Búðardal á morgun, fimmtudaginn 27. apríl. Ráðgjafi KPMG mun hafa samband við þá sem áttu bókaða tíma. Næsta viðvera KPMG er því 11. maí n.k.

Sumarstarf – Leikjanámskeið Undra

DalabyggðFréttir

Íþróttafélagið Undri auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf á leikjanámskeið í júní. Starfið felur í sér skipulagningu og daglega umsjón námskeiðsins sem er fyrir börn fædd 2011-2016. Hæfnikröfur: – 18 ára aldurstakmark. – Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi. – Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni. – Frumkvæði og þolinmæði. – Reynsla af störfum með börnum æskileg. – Hreint sakavottorð. – Góð …

Uppsögn á samningi við SÍ og heilbrigðisráðuneytið

DalabyggðFréttir

Stjórn Silfurtúns og sveitarstjórn hefur undanfarnar vikur átt í samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands vegna daggjaldagrunns Silfurtúns og RAI mats stuðuls sem stuðst er við nú við ákvörðun daggjaldagrunns sem heimilinu er greitt samkvæmt. Ekkert hefur miðað og hafa Sjúkratryggingar nú í tvígang hafnað beiðnum okkar þó ýmis rök styðji okkar ósk um að fá daggjaldagrunninn leiðréttan. Munar þarna á annan …

Orkuskipti – Samtal um nýtingu vindorku

DalabyggðFréttir

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða …

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl kl. 17:00 í Rauða kross húsinu Búðardal Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Fréttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Kosinn fulltrúi á næsta aðalfund K.Í. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir.  – Stjórnin.

Jörvagleði 2023: Listaverk nemenda Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Nemendur Auðarskóla láta sitt ekki eftir liggja þegar kemur að Jörvagleði og hafa unnið verk undir handleiðslu Maríu Hrannar Kristjánsdóttur myndmenntakennara til að sýna á hátíðinni. Nemendur yngsta stigs hafa unnið vindhörpur sem hanga hingað og þangað í trjám á skólalóðinni. Nemendur í 6.-7. bekk hafa unnið skúlptúra og 8. bekkur unnið þrívíðar fígúrur úr gifs sem verða til sýnis …

Jörvagleði 2023 – Dagskrá

DalabyggðFréttir

Við minnum á Jörvagleði 2023, menningar- og listahátíð Dalabyggðar sem haldin er í 24. sinn í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Það er fjölbreytt úrval viðburða á dagskrá og við hvetjum bæði íbúa og gesti til að sækja þá viðburði sem verða í gangi næstu daga og út vikuna. Á dagskrá Jörvagleði í ár eru m.a. viðburðir sem …

Æfing Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 15. apríl sl. komu slökkvilið Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda saman við Staðarhólskirkju (Tjarnarlund). Er það í fyrsta sinn sem liðin koma saman frá því þau voru kölluð út 31. janúar 2016 þegar eldur kom upp í húsnæði Hótel Ljósaland í Saurbæ í Dölum. Æfð var vatnsöflun fyrir brunavettvang og til þess notaðar tvær 15.000 lítra söfnunar laugar. Er …

Orkustofnun styrkir varmadælukaup

DalabyggðFréttir

Orkustofnun hvetur til umhverfisvænnar orkuöflunar við húshitun og bæta orkunýtni í rafhitun á landinu. Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að minnka rafhitun með ýmsu móti m.a. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Til íbúðareigenda sem nú hafa niðurgreidda …

Örsýning: Matur og molasopi

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna hefur sett upp örsýninguna „Matur og molasopi“ á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Við hvetjum gesti safnsins til að gefa sér tíma og skoða sýninguna.