Bók til landsmanna – Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær

DalabyggðFréttir

Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna sem verði gefin landsmönnum.

Í Dalabyggð verður hægt að nálgast bókina á Héraðsbókasafni Dalasýslu á opnunartíma þess.

Héraðsbókasafn Dalasýslu er opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 12:30 til 17:30.

Næstu opnunardagar eru: 11. júní, 13. júní, 18. júní, 20. júní, 25. júní og 27. júní.

Bókasafnið er lokað í sumar frá 28. júní til og með 5. ágúst, opnar að nýju eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst.

Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar.
Fjallkonan er þjóðartákngervingur Íslands, táknmynd sjálfstæðrar þjóðar og lands. Í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Þýðingar á formál og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei