Frístundastyrkir Dalabyggðar – skil eigi síðar en 15. desember

DalabyggðFréttir

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára greiddan, þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember. Við bendum á að haustið 2022 eru engin takmörk á nýtingu styrksins fyrir börn í 1. – 10. bekk Auðarskóla og styrkurinn fyrir þennan hóp haustið 2022 er 10.000kr. hærri – sjá nánar …

Dalabyggð greiðir þátttökugjald á Mannamót 2023

DalabyggðFréttir

Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2023 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá. Er þetta gert í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands þannig að reikningur fyrir þátttöku þeirra ferðaþjóna sem starfa í sveitarfélaginu og skrá sig á Mannamót 2023 fer til Dalabyggðar. Þeir sem hafa þegar skráð sig geta …

Skrifstofa Dalabyggðar lokuð 19. desember

DalabyggðFréttir

Vegna framkvæmda í Stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11 er möguleiki á skertri þjónustu föstudaginn 16. desember n.k. Einnig verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð mánudaginn 19. desember á meðan við komum okkur fyrir að nýju. Biðjumst velvirðingar á þessu. Við opnum aftur kl.09:00 á þriðjudeginum 20. desember, til þjónustu reiðubúin.

Viljayfirlýsing Silfurtúns og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

DalabyggðFréttir

Í dag undirrituðu Dalabyggð, f.h. Silfurtúns, og Heilbrigðisstofnun Vesturlands viljayfirlýsingu, sem byggir á að kannaður verði grundvöllur þess að hefja undirbúning að samþættingu þjónustu við aldraða í Dalabyggð. Þau Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE og Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar undirrituðu viljayfirlýsinguna. Viljayfirlýsingin er svohljóðandi: Á grundvelli neðan greinds gera Dalabyggð, kt. 510694-2019, og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, hér eftir kallað HVE, …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 228. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 228. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. desember 2022 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2211020 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2023 2. 2208006 – Fjárhagsáætlun 2023 3. 1702012 – Starfsmannamál 2022 4. 2210011 – Fjárhagsáætlun 2022 – Viðauki VIII (8) 5. 2002053 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 6. 2206017 – Samantekt um …

Minnumst Jóhannesar úr Kötlum

DalabyggðFréttir

„Segja vil ég sögu af sveinunum þeim…“ Þannig hefst fyrsta erindið í Jólasveinavísum Jóhannesar Jónassonar úr Kötlum, sem festi í sessi nöfn hinna 13 íslensku jólasveina. Til að heiðra minningu hans á þessum árstíma hefur ljóskösturum verið komið fyrir sem munu lýsa upp brjóstmynd af skáldinu er stendur við Auðarskóla í Búðardal. Þessi minningavottur er fyrir tilstuðlan Svavars Garðarssonar og …

Kærleiksvika á elsta stigi

DalabyggðFréttir

Í þessari viku verður kærleiksvika á elsta stigi. Lögð er áhersla á hæfni tengt sjálfsmynd, sjálfstrausti, ábyrgð og áhrif hvers og eins. Nemendur fara í slökunæfingar á hverjum degi og teknar verða umræður um alls konar viðkvæm málefni í vikunni; svo sem kynlíf, kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum, erfiðleika í lífi einstaklinga o.fl. Flestar hefðbundnar námsbækur verða því lagðar til hliðar á …

Jólagjöf til starfsmanna Dalabyggðar – Síðasti skráningardagur!

DalabyggðFréttir

Í dag, mánudaginn 5. desember er síðasti dagur til að skrá sig til þátttöku! Dalabyggð auglýsir eftir framleiðindum, veitinga/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka …

Stjórn Byggðastofnunar fundaði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum. Á fundinum kynnti Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs framvindu verkefnisins til þessa og áform um næstu skref. Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, fór m.a. yfir ástæður þess að Dalabyggð óskaði eftir þátttöku …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2023. Umsóknum skal skila á …