Covid-19 örvunarskammtur

DalabyggðFréttir

Síðasti skipulagði bólusetningadagur fyrir áramót verður fimmtudaginn 8. desember n.k. Mælt er með örvunarbólusetningu á eftirfarandi hátt: Fyrsta örvunarskammti (skammtur III) almennt frá 18 ára aldri þegar a.m.k. 4 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu (skammti II). Öðrum örvunarskammti (skammtur IV) ​fyrir einstaklinga 60 ára og eldri og einstaklinga með alvarlega ónæmisbælingu,  a.m.k. 4 mánuðum frá fyrsta örvunarskammti. fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnanna og …

Próf í Nýsköpunarsetri – desember 2022

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar vill byrja á að þakka öllum kærlega fyrir sem höfðu samband og vildu aðstoða við að manna yfirsetu prófa í Dalabyggð 2022. Það er ómetanlegt að fólk gefi sig fram í verkefni með svona stuttum fyrirvara og bjóði fram aðkomu sína til að geta látið hlutina ganga upp. Farið var yfir þá sem höfðu samband og í fyrsta …

Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni

DalabyggðFréttir

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára greiddan, þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember. Við bendum á að haustið 2022 eru engin takmörk á nýtingu styrksins fyrir börn í 1. – 10. bekk Auðarskóla og styrkurinn fyrir þennan hóp haustið 2022 er 10.000kr. hærri – sjá nánar …

Kaffispjall, þriðjudaginn 29. nóvember

DalabyggðFréttir

Þriðjudagurinn 29. nóvember kl.17:00 – Kaffispjall í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar (1. hæð, Miðbraut 11, 370 Búðardal): „MENNINGARAUÐUR DALANNA“ Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV kemur og ræðir við okkur um menningu, sögu og tækifærin sem felast í þessum mikla auð. Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Frá samhristingi ferðaþjóna 24.11.2022

DalabyggðFréttir

Í gær, fimmtudaginn 24. nóvember var haldinn samhristingur ferðaþjóna og áhugafólks um atvinnugreinina á Vínlandssetrinu í Búðardal. Garðar Freyr Vilhjálmsson, formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar hóf dagskránna á ávarpi þar sem hann fór yfir tækifæri sveitarfélagsins í ferðamennsku og nauðsyn þess að Dalabyggð, ekki síður en landið allt, verði tilbúin til að taka á móti þeim fjölda ferðamanna sem spár segja að …

Auglýst eftir aðila í yfirsetu prófa – LOKIÐ

DalabyggðFréttir

LOKIÐ Leitað er að aðila sem getur tekið að sér yfirsetu vegna mennta- og háskólaprófa í desember 2022 í Dalabyggð. Leitað er að stundvísum og skipulögðum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Viðkomandi þarf að hafa nokkra tölvuþekkingu, kostur ef viðkomandi er með reynslu af Teams. Dalabyggð lánar tölvu til verkefnisins. Um er að ræða nokkra daga á tímabilinu 2. – …

Dalaprestakall: Dagskrá yfir aðventu og jól

DalabyggðFréttir

Sunnudagur 27. nóvember Fyrsti sunnudagur í aðventu Aðventustund í Hjarðarholtskirkju kl. 20:00 Sunnudagur 11. desember Þriðji sunnudagur í aðventu Aðventustund í Hvammskirkju kl. 20:00 Sunnudagur 18. desember Fjórði sunnudagur í aðventu Barnamessa í Hjarðarholtskirkju kl. 14:00 Laugardagur 24. desember Aðfangadagur jóla Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju kl. 18:00

LED-væðing götulýsingar í Búðardal

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð er nú hafin LED-væðing götulýsingar í Búðardal. Búið er að skipta um lampa á Miðbraut, Ægisbraut og Borgarbraut og unnið verður að frekari væðingu á næstu misserum. Samhliða hefur verið og verður áfram unnið að peruskiptum og viðhaldi á eldri staurum. Markmið með þessum breytingum er að ná fram betri lýsingu og um leið spara rekstrarkostnað við götulýsingu.

Ljósin tendruð á jólatrénu 25.11.2022

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi í samstarfi við Dalabyggð bjóða íbúum sem og öðrum að vera viðstödd þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu við Auðarskóla föstudaginn 25. nóvember n.k. Dagskrá hefst í Dalabúð kl.16:30 þar sem verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Sögur segja að bræður úr fjöllunum muni kíkja í heimsókn. Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri …

Kaffihúsakvöld Auðarskóla 2022

DalabyggðFréttir

Kaffihúsakvöld Auðarskóla verður haldið fimmtudaginn 24. nóvember n.k. í Dalabúð. Húsið opnar kl.16:30 og dagskrá hefst kl.17:00 Aðgangseyrir: 1.000 kr.- fyrir fullorðna (happdrættismiði fylgir með) 500 kr.- fyrir 67 ára og eldri (happdrættismiði fylgir með) Frítt fyrir nemendur skóla og börn undir skólaaldri Hægt að kaupa auka happdrættismiða á 100 kr.- í miðasölu. Smákökur og heitt súkkulaði á öllum borðum. …