Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða …
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl kl. 17:00 í Rauða kross húsinu Búðardal Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Fréttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Kosinn fulltrúi á næsta aðalfund K.Í. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. – Stjórnin.
Jörvagleði 2023: Listaverk nemenda Auðarskóla
Nemendur Auðarskóla láta sitt ekki eftir liggja þegar kemur að Jörvagleði og hafa unnið verk undir handleiðslu Maríu Hrannar Kristjánsdóttur myndmenntakennara til að sýna á hátíðinni. Nemendur yngsta stigs hafa unnið vindhörpur sem hanga hingað og þangað í trjám á skólalóðinni. Nemendur í 6.-7. bekk hafa unnið skúlptúra og 8. bekkur unnið þrívíðar fígúrur úr gifs sem verða til sýnis …
Jörvagleði 2023 – Dagskrá
Við minnum á Jörvagleði 2023, menningar- og listahátíð Dalabyggðar sem haldin er í 24. sinn í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Það er fjölbreytt úrval viðburða á dagskrá og við hvetjum bæði íbúa og gesti til að sækja þá viðburði sem verða í gangi næstu daga og út vikuna. Á dagskrá Jörvagleði í ár eru m.a. viðburðir sem …
Æfing Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda
Laugardaginn 15. apríl sl. komu slökkvilið Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda saman við Staðarhólskirkju (Tjarnarlund). Er það í fyrsta sinn sem liðin koma saman frá því þau voru kölluð út 31. janúar 2016 þegar eldur kom upp í húsnæði Hótel Ljósaland í Saurbæ í Dölum. Æfð var vatnsöflun fyrir brunavettvang og til þess notaðar tvær 15.000 lítra söfnunar laugar. Er …
Orkustofnun styrkir varmadælukaup
Orkustofnun hvetur til umhverfisvænnar orkuöflunar við húshitun og bæta orkunýtni í rafhitun á landinu. Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að minnka rafhitun með ýmsu móti m.a. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Til íbúðareigenda sem nú hafa niðurgreidda …
Örsýning: Matur og molasopi
Byggðasafn Dalamanna hefur sett upp örsýninguna „Matur og molasopi“ á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Við hvetjum gesti safnsins til að gefa sér tíma og skoða sýninguna.
Lokað á skrifstofu Sýslumanns
Skrifstofa fulltrúa Sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 18. apríl 2023.
Sex verkefni á Vesturlandi fá framkvæmdastyrki
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningar- og viðskipta, tilkynnti um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þann 14. apríl sl. Það eru 28 verkefni víðsvegar um landið sem hljóta styrki sem hljóða alls upp á 550 milljónir. Þar af eru sex verkefni á Vesturlandi sem fá stuðning og eitt í Dalabyggð. Verkefni „Gönguleið Fellsströnd – Skarðsströnd“ fær 460.000 kr.- styrk til að útbúa …
Ingibjörg Jóhannsdóttir tilnefnd til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna 2023
Sex aðilar hafa verið tilnefndir til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna sem forseti Íslands efnir til í fyrsta sinn í vor. Kallað var eftir hugmyndum að verðugum verðlaunahöfum frá almenningi og bárust hátt í 350 tillögur. Dómnefnd hefur nú tekið þær til umfjöllunar og tilnefnt þrjú verkefni í tveimur flokkum; flokki einstaklinga og flokki fyrirtækja/samtaka/stofnana. Það er engin önnur en Ingibjörg Jóhannsdóttir, aðalbókari …