Kvennaverkfall þriðjudaginn 24. október 2023

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar.

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023 þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf þann daginn.

Dalabyggð biður starfsfólk sem getur og ætlar sér að vera frá vinnu þennan dag að tilkynna það til sinna stjórnenda. Bæði svo ekki verði dregið af launum viðkomandi og eins til að stjórnendur hafi upplýsingar um nákvæma mönnun svo hægt sé að tilkynna ef til þess kemur að skerða þurfi þjónustu eða loka þennan dag.

Kvennaverkfallið 2023 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun.

Ljóst er að þetta getur orðið til þess að röskun verður á daglegum rekstri og rútínu. Sérstaklega má gera ráð fyrir að verkfallið hafið áhrif á skóla- og umönnunarstörf í Dalabyggð þar sem stór hluti þess starfsfólks eru konur/kvár. Það er því óhjákvæmilegt að einhverjum störfum þarf nauðsynlega að sinna og þá sýna samstöðu með öðrum hætti þennan dag.

Dalabyggð styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og biður því íbúa um að sýna þessu skilning.

Stjórnendum hefur verið falið að kynna starfsmönnum það sem hér kemur fram og gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við þann mannafla sem verður við störf.

Yfirlit yfir breytingar og/eða lokanir sem koma til vegna þessa má sjá hér fyrir neðan:

Skrifstofa Dalabyggðar: Skert starfsemi.

Auðarskóli – grunnskóladeild: Skert starfsemi – Engin kennsla þennan dag, skólabílar ganga ekki. Starfsmenn sem ekki leggja niður störf þennan dag mæta til vinnu.

Auðarskóli – leikskóladeild: Lokað.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún: Óbreytt starfsemi.

Héraðsbókasafn Dalasýslu: Lokað.

 

Önnur þjónusta í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (sem er ekki á forræði sveitarfélagsins):

Skrifstofa DalaAuðs: Skert starfsemi

 

– Sveitarstjóri Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei