Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

DalabyggðFréttir

Alþingiskosningar verða haldnar 25. september 2021 og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Dalabyggð fer fram í afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi að Miðbraut 11 í Búðardal. Afgreiðsla sýslumanns er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9-13.

Félagsleg heimaþjónusta

DalabyggðFréttir

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Allir eldri en 17 ára (með bílpróf) hvattir til að sækja um. Frekari upplýsingar gefur Sigríður …

Tímavinna við gangbrautarmerkingar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir starfskrafti í tímavinnu við að mála gangbrautarmerkingar í Búðardal. Verkið verður unnið undir umsjón umsjónarmanns framkvæmda hjá Dalabyggð. Vinnutími er breytilegur og þarf að haga honum í samræmi við veður. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið dalir@dalir.is fyrir 27. ágúst.

Bifreið til sölu

DalabyggðFréttir

Mitsubishi L200 pallbifreið í eigu Dalabyggðar er til sölu. Bifreiðin er nýskráð 2006 og ekin 274 þús. kílómetra. Bifreiðin verður seld í gegnum vefinn bilauppbod.is og mun skráning hennar koma þar inn miðvikudaginn 25. ágúst.

Heimsóknartakmarkanir á Silfurtúni uppfærðar

DalabyggðFréttir

Reglur varðandi heimsóknir á Silfurtúni hafa verið uppfærðar. Við biðjum aðstandendur að gæta þess að hafa grímur á sér allan tímann sem verið er í heimsókn. Eins er nú aðeins ein heimsókn á dag og miðast sú heimsókn við 1-2 gesti. Förum áfram varlega og gætum að sóttvörnum.  

Skimun fyrir leghálskrabbameini (Búðardal)

DalabyggðFréttir

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir, verður með móttöku í Búðardal vegna leghálssýnatöku þriðjudaginn 24. ágúst n.k. Konur sem hafa fengið boðsbréf í skimun geta pantað tíma hjá heilsugæslunni í Búðardal í síma 432 1450.

Íbúð til leigu / Apartment for rent – Bakkahvammur 8a

DalabyggðFréttir

ENGLISH BELOW Opið er fyrir umsóknir um íbúð að Bakkahvammi 8a , 370 Búðardal. Það er húsnæðissjálfseignarstofnunin Bakkahvammur hses. sem leigir út íbúðina. Íbúðin sem um ræðir er um 90fm. Til að sækja um íbúðina þarf að fylla út umsóknareyðublað sem má finna bæði á formi pdf og word hér: Bakkahvammur hses. Athugið að öll samskipti varðandi íbúðina verða á …

Bólusetningar – Tilkynning frá Heilsugæslustöðinni í Búðardal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 13. ágúst verður í boði að fá bólusetningu með bóluefni frá Pfizer fyrir eftirfarandi hópa: Seinni bólusetning hjá þeim sem hafa fengið fyrri skammt af Pfizer. Örvunarskammtur fyrir þau sem hafa fengið Janssen bólusetningu fyrir a.m.k. 28 dögum. Þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan pfizer örvunarskammt. Það …

Uppbyggingarsjóður – umsóknarfrestur til 24. ágúst

DalabyggðFréttir

Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021. Umsóknarferlið fer fram í gegnum rafræna umsóknargátt á vef SSV (www.ssv.is). Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is eða 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir – …