Ólafsdalur – sumaropnun 2022

DalabyggðFréttir

Ólafsdalsfélagið verður með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí – 1. ágúst, alla daga kl. 12-17.

Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí, sjá m.a. hér: Ólafsdalshátíðin 2022
Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda (Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. söngvarar, sýningar, Erpsstaðaís, gönguferð með leiðsögn, hestar, handverk, landnámsskáli og Ólafsdalshappdrætti).

Í tilkynningu frá Ólafsdalsfélaginu segir m.a.:
„Minjavernd endurreisir nú byggingar, er stóðu í Ólafsdal um 1900, af miklum myndarbrag og smekkvísi. Sjón er sögu ríkari. Ólafsdalur er því ferðamannastaður framtíðarinnar sem byggir á yfir 1000 ára búsetu og einstöku menningarlandslagi.“

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei