Hundahald í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Um hundahald í Dalabyggð gildir samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Samþykktina má finna HÉR.

Alla hunda í Búðardal skal skrá á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald, eftir það er greitt árgjald. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun.

Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða öðrum ferðum dýralæknis og er á kostnað eigenda.

Tilgangur hreinsunarinnar er að fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum band- og spóluorma í hundum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei