Kveðja til íbúa Grindavíkur

SveitarstjóriFréttir

Dalabyggð sendir íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru uppi í tengslum við jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Hugur okkar, líkt og landsmanna allra, er hjá ykkur. Færum jafnframt viðbragðsaðilum kveðjur og þakkir fyrir sín störf og óskum þeim góðs gengis í verkefnunum framundan.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – fundarboð á fund nr. 238

SveitarstjóriFréttir

FUNDARBOÐ 238. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 12. október 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá:   Almenn mál 1.   2309007 – Staða innviða – dagvöruverslun og staða orkuskipta á bifreiðaflota landsmanna Rætt um stöðu dagvöruverslunar í Dalabyggð í ljósi samskipta við stjórn og stjórnendur Samkaupa í kjölfar áskorunar sem sveitastjórn Dalabyggðar samþykkti einum rómi á …

Áskorun til stjórnar og stjórnenda Samkaupa frá sveitarstjórn Dalabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi áskorun til stjórnar Samkaupa á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Við í Dalabyggð erum að leita allra leiða til að efla samfélagið okkar og innviði til hagsældar fyrir íbúa og aðra. Í ákveðnum efnum hefur nokkuð áunnist en hvað dagvöruverslun varðar, sem býður upp á helstu nauðsynjar til heimilisreksturs, þá stöndum …

Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar vegna laxeldis í sjókvíum

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í ám í sveitarfélaginu líkt og reyndin er víða í nágranna héruðum. Íslenski laxastofninn, hreinleiki hans og orðspor er dýrmætt vörumerki sem mikilvægt er að standa vörð um. Í Dalabyggð …

Leikskólakennari/leiðbeinandi

SveitarstjóriFréttir

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi !  Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Menntunar- og hæfniskröfur kennara: Leyfisbréf kennara, önnur uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – fundarboð á fund nr. 237

SveitarstjóriFréttir

237. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 14. sept. 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1.   2309007 – Staða innviða 2.   2102018 – Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. Fundargerð 3.   2308002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 313 3.1 2208006 – Fjárhagsáætlun 2023, staða á rekstri fyrstu 6 mánuði ársins 2023. 3.2 2308012 – Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki IV 3.3 2304023 – Framkvæmdir 2023 3.4 2307001 …

Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi

SveitarstjóriFréttir

Kæri íbúi í Dalabyggð Okkur íbúum Dalabyggðar er nú boðið að taka þátt í könnuninni „Staðarandi í Dalabyggð“. Þessi könnun er liður í verkefninu „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Háskólans á Bifröst og er styrkt af byggðaáætlun. Markmið verkefnisins er að útbúa vörumerki og verkfærakistu fyrir Dalabyggð sem …

Tilkynning frá slökkviliðsstjóra

SveitarstjóriFréttir

Vegna langvarandi þurrka síðastliðnar vikur og óvissu með vætu í veðurspá á þjónustusvæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda vill slökkviliðsstjóri biðja íbúa og gesti um að fara með gát með allan eld og hitagjafa sem geta komið af stað gróðurbruna. Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á meðfylgjandi mynd eru gagnlegar upplýsingar frá Eldklár. …

Tækifæri til verðmætasköpunar

SveitarstjóriFréttir

Dalabyggð – boð til samtals Hlédís Sveinsdóttir og Björn Bjarnason unnu að gerð tillagna að baki fyrstu landbúnaðarstefnunni sem Alþingi samþykkti nú 1. júní 2023. Þau vinna nú að tækifæragreiningu fyrir samstarfsverkefni SSV, SSNV og Vestfjarðastofu. Um er að ræða verkefni til að efla byggð á landsvæðum sem eiga mest undir sauðfjárrækt. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar og …