Bingó í Árbliki

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó sunnudaginn 14. janúar kl. 13:30 í Árbliki.Spjaldið kostar 800 kr. og allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Þrettándagleði

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Skátafélagið Stígandi og Björgunarsveitin Ósk kveikja varðeld við Búðarbraut föstudaginn 5. janúar kl. 17:30 og síðan í kakó í Dalabúð. Kynjaverur af öllu tagi eru sérstaklega velkomnar, þar á meðal álfakonungar, álfadrottningar, álfaprinsar, álfaprinsessur tröllkarlar og tröllkerlingar.

Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verða með viðveru á skrifstofu Dalabyggðar þriðjudaginn 9. janúar kl. 13:30-15:30 og veita ráðgjöf til þeirra sem hyggjast sækja um styrki í Uppbyggingasjóð Vesturlands.

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2018-2021

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2018-2021 var samþykkt við síðari umræðu 14. desember sl. Álagningarhlutföll útsvars og fasteignaskatts eru óbreytt frá árinu 2017, en gjaldskrár hækka almennt um 3,0%. Gjaldskrá fyrir sorphirðu hækkar meira og til verður nýr gjaldflokkur, bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir að hefja reglubundna söfnun dýrahræja frá bújörðum á fyrri hluta ársins. Hækkun gjaldskrár …