Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2018-2021

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2018-2021 var samþykkt við síðari umræðu 14. desember sl.
Álagningarhlutföll útsvars og fasteignaskatts eru óbreytt frá árinu 2017, en gjaldskrár hækka almennt um 3,0%.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu hækkar meira og til verður nýr gjaldflokkur, bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir að hefja reglubundna söfnun dýrahræja frá bújörðum á fyrri hluta ársins. Hækkun gjaldskrár sorphirðu umfram verðlagsbreytingar er til að mæta kostnaði vegna þessa.
Gert er ráð fyrir að eignarhlutur Dalabyggðar í jörðunum Laugum og Sælingsdalstungu seljist, sem og allar eignir Dalabyggðar á jörðunum að frátöldum kaldavatnsréttindum í Sælingsdalstungu.
Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við byggingu íþróttamiðstöðvar í Búðardal á árinu 2018 og að ljósleiðaraverkefni ljúki á árinu 2019.
Þá er gert ráð fyrir að uppbygging Vínlandssýningar hefjist á árinu 2018 og ljúki árið 2019. Enn er þó óljóst með lokafjármögnun þess verkefnis.
Gert er ráð fyrir framkvæmdum við skolpútrásir og hreinsistöð á áætlunartímabilinu.
Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð öll árin og A- og B-hluta jákvæð nema árið 2020. Gert er ráð fyrir lántöku allt að 250 mill. kr. á árinu 2018 vegna íþróttamiðstöðvar, ljósleiðaraverkefnis og fráveitu og allt að 100 millj. kr. á árinu 2019.
Gert er ráð fyrir að reiknað skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum hækki úr 50% í allt að 90% á áætlunartímabilinu sem er þó vel innan marka laganna sem er 150%.

Fjárhagsáætlun 2018-2021

Gjaldskrár

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei