Tónleikar í Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Reynir Hauksson verður með einleikstónleika í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 2. júlí kl. 20. Leikin verður flamenco og klassísk tónlist. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Reynir Hauksson – einleikstónleikar FB

Héraðsbókasafn – sumarlokun

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað frá 3. júlí til 1. ágúst vegna sumarleyfa. Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun verður fimmtudagurinn 30. júní. Fyrsti opnunardagur eftir sumarlokun verður fimmtudagurinn 3. ágúst. Héraðsbókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-18.

Skrauma

DalabyggðFréttir

Fjórða kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður þriðjudaginn 27. júní kl 19:30 niður með Skraumu í Hörðudal. Upphaf ferðar er á bæjarhlaðinu í Álfatröðum, sem er eyðibýli rétt vestan Skraumu, neðan vegar. Mikilvægt er að að loka hliðinu á eftir sér, það er ekki bara til skrauts. Frá Álfatröðum verður gengið niður með Skraumu til sjávar. Gljúfrin verða skoðuð og annað sem …

Sumarsólstöðutónleikar á Laugum

DalabyggðFréttir

Kristín Lárusdóttir sellóleikari heldur órafmagnaða tónleika miðvikudaginn 21. júní kl. 21 í Gyllta salnum á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Á tónleikunum mun Kristín koma til með að spila og syngja eigin tónlist, rímur og þjóðlög. Allir eru velkomnir og enginn …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 149. fundur

DalabyggðFréttir

149. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. júní 2017 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs. 2. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs. 3. Veiðifélag Laxdæla – Fundarboð 4. Skólaakstur – Bréf skólabílstjóra Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Íþróttamannvirki í Búðardal 6. Drög að …

Hreinsun rotþróa

DalabyggðFréttir

Árleg hreinsun rotþróa fer fram síðari hluta júnímánuðar. Í ár verður hreinsað í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal. Sumarið 2018 í Laxárdal, á Skarðsströnd og í Saurbæ og sumarið 2019 á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að hlið …

Timbur- og járngámar í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Skógarströnd, Hörðudalur og Miðdalir 22. – 28. júní Haukadalur, Laxárdalur og Hvammssveit 29. júní – 5. júlí Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbær 6. júlí – 12. júlí

Salthólmavík og Sölvatangi

DalabyggðFréttir

Þriðja kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður mánudaginn 19. júní kl. 19:30 og er þá búið að taka tillit til sögumanns, veðurspár og sjávarfalla. Beygt er hjá Skriðulandi, keyrt í átt að Tjaldanesi og rétt áður en þangað er komið er vegur merktur Salthólmavík. Hægt er að leggja bílum við lónið/stífluna, þar sem Staðarhólsá og Hvolsá mætast. Byrjað er að ganga gamlan …

Vígslubiskup heimsækir Dalina

DalabyggðFréttir

Dagana 18. og 19. júní munu heimsækja Dalina sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi. Af því tilefni verður kvöldmessa í Hjarðarholtskirkju sunnudaginn 18. júní, kl. 20. Sóknarprestur, sr. Anna Eiríksdóttir, mun þjóna fyrir altari og vígslubiskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson, prédika. Organisti í athöfninni verður Halldór Þorgils Þórðarsonar og félagar úr …