Lagning ljósleiðara – útboð

DalabyggðFréttir

Dalaveitur ehf. óska eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Dalabyggðar. Leggja skal ljósleiðaralagnir, ganga frá þeim inn fyrir vegg á tengistöðum og ganga frá yfirborði. Verkið skiptist í þrjá hluta og eru helstu magntölur þessar: Leið 1: Plæging stofn- og heimtauga 25,2 km Leið 2: Plæging stofn- og heimtauga 27,4 km Leið 3: Plæging stofn- og heimtauga 15,4 km …

Hleðsla á slökkvitækjum

DalabyggðFréttir

Slökkvilið Dalabyggðar í samvinnu við Lionsklúbbur Búðardals gangast fyrir hleðslu á slökkvitækjum í slökkvistöðinni við Miðbraut í Búðardal. Móttakan verður opin 5.-7. apríl kl. 17-19 og laugardaginn 8. apríl kl. 10-19. Hleðsla fyrir 2 kg duft- og vatnstæki er 3.534 kr og 6/12 kg dufttæki er 4.433 kr. Veittur er 5% afsláttur ef fimm eða fleiri tæki eru frá sama …

Árshátíð Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 6. apríl verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Dalabúð kl. 18. Áætlað er að dagskrá og súpa taki allt að tvær klukkustundir, en í ár verður boðið uppá súpu og meðlæti í stað kaffiveitinga. Miðaverð er 1.000 kr fyrir 6 ára og eldri. Allir eru velkomnir; mömmur, pabbar, systur, bræður, ömmur, afar, frænkur, frændur og aðrir velunnarar skólans.

Útsala á bókum

DalabyggðFréttir

Á Héraðsbókasafni Dalasýslu hefur safnast upp fjöldi bóka sem ekki þykir ástæða til að geyma lengur á safninu og í yfirfullum geymslum sveitarfélagsins. Því verður haldinn bókamarkaður í anddyri Stjórnssýsluhússins í dag kl. 10-18. Meðal bóka sem finna má á markaðinum eru: Jón Guðnason; Dalamenn I-IV og Strandamenn I-X. Guðrún frá Lundi; Dalalíf I-LVI, Utan frá sjó I-IV, Upp til …

Íbúagátt

DalabyggðFréttir

Aðgangur að íbúagátt Dalabyggðar hefur verið lokuð undanfarna daga, en nú á loks að vera hægt að nálgast upplýsingar þaðan.

Aðalfundur Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna verður haldinn í báta og hlunnindasafninu á Reykhólum, fimmtudaginn 6. apríl kl. 17. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Skýrsla stjórnar 3. Afgreiðsla reikninga 4. Kosning í stjórn 5. Kynning á lokaskýrslu fornleifaskráningar í Flatey á Breiðafirði 6. Önnur mál

Súrkál og annað sýrt grænmeti

DalabyggðFréttir

Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir námskeiði í að sýra grænmeti sunnudaginn 26. mars kl. 11:00-14:30 í Dalabúð. Mjólkursýring er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkursýrubakteríur eru náttúrulega til staðar á grænmeti og aðferðin gengur út á að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun. Flestir kannast við súrkál en hægt er að sýra …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 146. fundur

DalabyggðFréttir

146. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 21. mars 2017 og hefst kl. 19. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2016 2. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal 3. UDN – Samstarfssamningur 2017-2019 Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Skráning menningarminja – skil á gögnum 5. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Aðalfundur 2017 6. Sorpurðun Vesturlands – Aðalfundur …

Skyndihjálparnámskeið

DalabyggðFréttir

Námskeið í skyndihjálp verður haldið í Auðarskóla 22. mars frá kl. 17:00 til 21:00. Skráning er í síma 864 6754 eða á netfangið bryndis@redcross.is. Námskeiðið kostar 5.000 kr. Stjórn Rauða krossins í Búðardal

Árgjald héraðsbókasafns

DalabyggðFréttir

Árgjald Héraðsbókasafns fyrir árið 2016 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Hægt er að greiða árgjaldið inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019, skrá þarf í skýringar ef greitt er fyrir annan. Einnig er hægt að greiða árgjaldið á skrifstofu Dalabyggðar. Eindagi árgjalds er 1. apríl og eftir það verður greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði. Héraðsbókasafn Dalasýslu …