169. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 13. desember 2018 og hefst kl. 16.
Dagskrá
1. | 1810003 – Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, framhald annarrar umræðu. | |
Úr fundargerð 215. fundar byggðarráðs frá 06.12.2018: Fjárhagsáætlun 2019 – 2022 – 1810003 Breytingartillögur við fjárhagsáætlun vegna íbúaþings. Gjaldskrártillögur. Eftirfarandi breytingartillögur samþykktar: Sjálfboðaverkefni verði kr. 1.200.000 Skipulags- og byggingarmál hækka um kr. 1.800.000 Brunamál og almannavarnir hækka um kr. 1.000.000 Íbúaþing verði kr. 800.000. Fjárfestingaráætlun samþykkt. Tilllaga að fjárhagsáætlun samþykkt. Tillögur að gjaldskrám samþykktar. Gjaldskrár vegna fráveitu, hundahalds og sorphirðu verða sendar Heilbrigðisnefnd Vesturlands til umsagnar. |
||
2. | 1806030 – Fræðslunefnd – erindisbréf | |
Úr fundargerð 88. fundar fræðslunefndar frá 23. nóvember 2018: Fræðslunefnd – erindisbréf – 1806030 Lögð fram tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi Tillaga lögð fram og samþykkt af fræðslunefnd. |
||
3. | 1811005 – Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs | |
Sveitarstjórn og umhverfis- og skipulagsnefnd héldu sameiginlegan fund 07.12.2018. Út fundargerð 88. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 07.12.2018: Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs – sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar. – 1811005 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að vinna lýsingu sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana fyrir breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða þar sem óskað er eftir umsögnum viðeigandi stofnana og athugasemda hagsmunaaðila sbr. bókum nefndarinnar frá 9.11.2018. |
||
4. | 1809013 – Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð | |
5. | 1811022 – Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni | |
Úr fundargerð 88. fundar fræðslunefndar frá 23. nóvember 2018: Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni – 1811022 Tillaga að breytingum lögð fram og samþykkt. |
||
6. | 1807013 – Vínlandssetur | |
Úr fundargerð 215. fundar byggðarráðs frá 06.12.2018: Vínlandssetur – 1807013 Úr fundargerð 213. fundar byggðarráðs frá 20. nóvember 2018: Vínlandssetur – 1807013 Staða framkvæmda og fjármögnunar. Núgildandi leigusamningur fyrir Leifsbúð. Byggðarráð felur formanni ráðsins og sveitarstjóra að ræða breytingar á leigusamningi við núverandi leigutaka. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að samið verði við leigutaka í Leifsbúð um að leigusamningur falli niður um næstu áramót. |
||
7. | 1812005 – Björgunarsv.Ósk – sala skotelda | |
Lögreglustjórinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Björgunarsveitarinnar Óskar vegna sölu á flugeldum. | ||
Fundargerð |
||
8. | 1811010F – Byggðarráð Dalabyggðar – 215 | |
9. | 1811004F – Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 6 | |
10. | 1810008F – Fræðslunefnd Dalabyggðar – 88 | |
11. | 1811006F – Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 88 | |
Fundargerðir til kynningar |
||
12. | 1807004 – Dalagisting ehf – fundargerðir | |
13. | 1805007 – Fundargerðir Öldungaráðs 2018 | |
Fundargerð fundar Öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps frá 14.11.2018 lögð fram til kynningar. Einnig lagt fram bréf Öldungaráðsins til heilbrigðisráðherra vegna Silfurtúns. |
||
14. | 1812010 – Dalaveitur – fundargerðir stjórnar 2018 | |
15. | 1801012 – Fundargerðir Eiríksstaðarnefndar 2018 | |
16. | 1812008 – Fundargerðir Minningarsjóðs hjónanna Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda | |
17. | 1802003 – Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2018 | |
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 30.11.2018 lögð fram til kynningar. | ||
18. | 1812009 – Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2018 | |