Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 fer fram á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og verður slitið kl. 20:00. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innanlands fer fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að nálgast …
Blóðug jörð
Vilborg Davíðsdóttir segir frá landnámskonunni Auði djúpúðgu og nýrri bók sinni í Auðarskóla, Búðardal miðvikudaginn 25. október klukkan 18 í boði Sōgufélags Dalamanna. Árið er 883. Veldi norrænna manna á Bretlandseyjum riðar til falls eftir dauða Ólafs hvíta Dyflinnarkonungs og Þorsteinn rauður berst við að halda velli á Katanesi þar sem innfæddir gerast æ herskárri. Lífið er hverfult og enginn …
Haustfagnaður FSD 2017 – úrslit
Nú eru úrslit ljós á Haustfagnaði FSD 2017. Arnar Freyr Þorbjarnarson er Íslandsmeistari í rúningi. Besti hrúturinn á sýningum var lambhrútur nr. 30 í Rauðbarðaholti í Hvammssveit. Besta fimm vetra ærin var síðan Hempa nr. 12-314 á Klifmýri á Skarðsströnd. Íslandsmeistarmótið í rúningi 1. Arnar Freyr Þorbjarnarson í Kringlu 2. Steinar Haukur Kristbjörnsson í Tröð 3. Guðmundur Þór Guðmundsson frá …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 152. fundur
152. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 24. október 2017 og hefst kl. 19. Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Alþingiskosningar 2017 3. Húsnæðisáætlun 4. Gerð svæðisskipulags 5. Umsagnarbeiðni – Nýp á Skarðsströnd 6. Umsókn um lóð að Vesturbraut, 370 Búðardal 7. Fjárhagsáætlun 2017 – Viðauki 2 …
Hrútasýningar FSD 2017
Á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verða tvær lambhrútasýningar, á föstudag og laugardag. Alls eru skráðir til keppni 87 hrútar. Hyrndir hrútar eru 52, kollóttir eru 17 og mislitir 18. Lambhrútasýning í Dalahólfi og opin fjárhús verða að Rauðbarðaholti í Hvammssveit föstudaginn 20. október kl. 12. Þar eru skráðir til keppni 35 hyrndir hrútar, 9 kollóttir og 14 mislitir. Einnig …
Félag eldri borgara
Haustdagskrá Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi hefur verið gefin út. Nýir félagar eru velkomnir í félagið, gönguhópinn og kórinn. Gönguhópurinn gengur rösklega frá Silfurtúni kl. 10:30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar svo í kaffi og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni. Á þriðjudögum kl. 15:30-17:00 er frítt í sund á Laugum fyrir eldri borgara. Aðgangur í tækjasal er …
Lyfja Búðardal
Apótek Lyfju í Búðardal verður lokað þriðjudaginn 10. október kl. 10-15 vegna talningar. Athugið að opið verður kl. 15-17 þennan dag.
Íbúakönnun um húsnæðismál
Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar eftir þátttöku íbúa í könnun er varðar húsnæðismál, sem innlegg í húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Könnunin er rafræn, en einnig er hægt að nálgast hana í pappírsformi á skrifstofu sveitarfélagsins og fylla hana út þar. Hægt er að svara einu sinni úr hverri tölvu. Slóðina má finna neðst í fréttinni og undir flýtileiðir. Samhliða henni verður einnig lögð fram …
Hér njótum við hlunninda
„Hér njótum við hlunninda“ er staðhæft í tillögu að svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sem birt hefur verið á verkefnisvefnum www.samtakamattur.is. Í tillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna um eflingu atvinnulífs og byggðar með áherslu á nýtingu sérkenna og auðlinda svæðisins. Svæðisskipulagstillagan verður kynnt á opnum fundum í sveitarfélögunum þremur á næstunni Dalabúð, þriðjudaginn 10. október, kl. 20:00-21:30 Reykhólaskóli …
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV
Viðvera Ólafs Sveinssonar atvinnuráðgjafa SSV er vera átti þriðjudaginn 3. október frestast til miðvikudagsins 4. október kl. 13.