Verslunarfélag Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. nóvember kl. 15 verður sagt frá Verslunarfélagi Dalasýslu í sögustund á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Verslunarfélag Dalasýslu var stofnað í Hjarðarholti 23. júlí 1886. Torfi Bjarnason í Ólafsdal var forkólfur að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess. Verslunarfélagið starfaði alla tíð sem pöntunarfélag og rak aldrei verslun. Bændur fluttu út lifandi sauði og annað geldfé, hross, …

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Leikskólakennara vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti …

Opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 27. nóvember verður opið hús á Heilsugæslustöðinni í Búðardal frá kl. 14:00 – 17:30. Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra verður boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykurmælingar í samstarfi við Lionsklúbb Búðardals. Einnig gefst fólki kostur á að skoða stöðina og sjúkrabílana ásamt því að kynna sér starfsemina og þann tækjakost sem er til staðar. Fulltrúar frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands …

Auðarskóli – Danmerkurferð

DalabyggðFréttir

Nemendur á elsta stigi Auðarskóla eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í vor og er nemendafélagið því á fullu að safna fyrir ferðinni. Nú eru í boði átta vörur sem gætu komið sér vel fyrir jólin. Opnuð hefur verið sölusíða til þess að allir geti verslað hvar sem er við nemendafélagið. Slóðin á sölusíðuna: http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/4605/0/ Lokað verður fyrir söluna …

Ormahreinsun katta

DalabyggðFréttir

Eiganda eða umráðamanni kattar er skylt að láta ormahreinsa kött sinn árlega og ber hann allan kostnað af hreinsun hans, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags. Skylt er að ormahreinsa alla ketti fjögurra mánaða og eldri. Ef ekki er kveðið á um annað í samþykkt viðkomandi sveitarfélags skal eigandi eða umráðamaður kattar geyma hreinsunarvottorð í þrjú ár …

Ormahreinsun hunda

DalabyggðFréttir

Hér með tilkynnist að árleg hundahreinsun fer fram hjá Gísla Sverri Halldórssyni dýralækni að Ægisbraut 19 í Búðardal miðvikudaginn 18. nóvember 2015 kl. 16-18. Eiganda eða umráðamanni hunds er skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Tilgangur hreinsunarinnar er að fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum bandorma og spóluorma í hundum. [57. gr. reglugerðar nr. 941/2002] Skv. gjaldskrá Dalabyggðar fyrir …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 130, fundur

DalabyggðFréttir

130. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 17. nóvember 2015 og hefst kl. 19. Dagskrá Almenn mál 1. Skipan Almannavarna á Vesturlandi 2. Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar 3. Land til urðunar – samningur 4. Nýting á Fjósatúnum 5. Erindi frá skólaráði Auðarskóla 6. Endurreisn Ólafsdals – beiðni um styrk fyrir árið 2016 7. Samstarf og/eða sameining sveitarfélaga …

Norræni skjaladagurinn 2015

DalabyggðFréttir

Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með dagskrá í tilefni norræna skjaladagsins sunnudaginn 15. nóvember frá kl. 15 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Í ár er samnorrænt þema „Gränslöst“. Íslensk yfirskrift skjaladagsins er „Án takmarka“. Augljóslega varð því viðfangsefni Héraðsskjalasafns Dalasýslu „Fjallskil í Dölum“. Vegna mótþróa sauðkindarinnar að þekkja og virða merki jarða, hreppa og sýslna hefur þróast allt frá landnámi …

Vesturland einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims

DalabyggðFréttir

Vesturland er á top 10 lista Lonely Planet yfir 10 bestu svæði til að heimsækja í heiminum í 2016. en The Loneley Planet er leiðandi í útgáfu handbóka fyrir ferðamenn Samkvæmt frétta tilkynningu The Loneley Planet er Vesturland á listanum yfir áhugaverðasta svæði sökum rólyndislegs yfirbragðs svæðisins, auk þess sem gott er að ferðast um svæðið þegar kemur að því …

Auðarskóli – deildarstjóri

DalabyggðFréttir

Laus er staða deildarstjóra við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Næsti yfirmaður er aðstoðarleikskólastjóri. Við leitum að einstaklingi sem …