Íslandsmót í hrútadómum

DalabyggðFréttir

Íslandsmót í hrútadómum verður sunnudaginn 16. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Björn Þormóður Björnsson, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í annað skipti, en hann …

Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður laugardaginn 8. ágúst með dagskrá frá kl. 10 um morguninn. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina og allir velkomnir. 10.00-12.15 Gönguferð með leiðsögn um minjar í Ólafsdal og inn í Draugaskot í Hvarfsdal. Um 6 km ganga við allra hæfi. 11.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Fyrsti vinningur eru flugmiðar fyrir tvo að eigin vali með Primera …

Starfsleyfi fyrir urðunarstað

DalabyggðFréttir

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Dalabyggðar við Laxárdalsveg, Dalabyggð. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti og urða allt að 500 tonn af óvirkum úrgangi á ári. Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu 12 ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu stjórnsýsluhúss Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal, til 3. september …

Tónleikar með Tómasi og Ómari á Laugum

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 31. júlí munu Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson spila á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis. Tómas R. og Ómar munu leika á alls oddi og færa gestum ljúfa tóna úr smiðju sinni þar sem sveifludjassinn verður í aðalhlutverki. Salurinn opnar klukkan 20. Allir velkomnir. Hótel Edda

Reykhóladagar 2015

DalabyggðFréttir

Reykhóladagar verða dagana 23.-26. júlí. Þeir hefjast á hádegi á fimmtudaginn og standa yfir fram á sunnudag. Dagskrá Reykhóladaga 2015 er í meginatriðum svipuð og undanfarin ár. Á fimmtudaginn bíó, fitcamp, harmonikkuball, pubquiz og tónleikar. Á föstudaginn kjötsúpa, spurningakeppni, brenna og Halli Reynis. Á laugardaginn er Reykhóladagahlaupið, jóga, dráttarvélar, kaffihlaðborð, karnival, skottsala, þaraþrautir, grill, barnaball, dansleikur ofl. Á sunnudaginn lýkur …

Járn- og timburgámar

DalabyggðFréttir

Járn- og timburgámar í Saurbæ verða staðsettir við Brekkurétt. Járn- og timburgámar á Skógarströnd verða staðsettir við sorpgáma hjá Straumi.

Svavar Knútur og Kristjana í Erpsstaðafjósinu

DalabyggðFréttir

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns verða með tónleika í fjósinu á Erpsstöðum laugardaginn 4. júlí kl. 21. Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið athygli fyrir dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá …

Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Í Ólafsdal verður opið alla daga kl. 12-17 frá 27. júní til 16. ágúst. Umsjónarmenn verða hjónin Elfa Stefánsdóttir tómstundafræðingur og Haraldur Baldursson tæknifræðingur. Sýningar eru þar um sögu Ólafsdalsskólans, konurnar í Ólafsdal o.fl., en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 er fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar boðið upp á kaffi, rjómavöfflur og ís frá Rjómabúinu á …