Laugardaginn 10. október verða tónleikar með Pálma Gunnarssyni og Magnúsi Eiríkssyni á Vogi á Fellsströnd. Í tilefni tónleikanna verður ýmislegt spennandi á matseðli kvöldsins.
Mannát, dauði og djöfull
Síðustu tvö ár hafa verið haldnar vinsælar og vel sóttar þjóðtrúarkvöldvökur í Sauðfjársetrinu á Sævangi og nú er fyrirhugað að halda slíka í þriðja sinn. Yfirskrift þjóðtrúarkvöldvökunnar er heldur hrikalegt: Mannát, dauði og djöfull. Því má telja víst að fjallað verði um heldur óhugnanleg atriði í íslenskri þjóðtrú og þjóðsögum á gamansaman hátt að þessu sinni. Það er Dagrún Ósk …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
128. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. september 2015 og hefst kl. 17:00 Gera má ráð fyrir að fram komi tillaga um að bæta á dagskrá fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar sem fram fer fyrr sama dag. Dagskrá: Almenn mál 1. 1406004 – Samstarf og/eða sameining sveitarfélaga 2. 1509006 – Fjármálaráðstefna 2015 3. 1406009 – Erindi Félags …
Húsvörður Tjarnarlundi
Starf húsvarðar í Tjarnarlundi er laust til umsóknar. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar.
Félagsmiðstöðin Hreysið
Starf frístundaleiðbeinanda við félagsmiðstöðina Hreysið er laust til umsóknar. Til greina kemur að tveir eða fleiri skipti með sér starfinu. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar.
Átak til atvinnusköpunar
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja. Sérstök áhersla er …
Háls-, nef- og eyrnalæknir í Búðardal
Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 11. september. Tímapantanir eru í síma 432 1450
Símenntunarmiðstöð Vesturlands – kynning
Starfsmenn Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Guðrún Vala Elísdóttir náms-og starfsráðgjafi og Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri, verða með kynningu á námi, námsleiðum og fleiru hjá Símenntunarmiðstöðinni mánudaginn 7. september kl. 17-19 í Dalakoti. Kynningu verður á · náms- og starfsráðgjöf · raunfærnimati · landnemaskóla · menntastoðum · tæknistoðum · sölu-,markaðs og rekstrarnámi · annarri þjónustu miðstöðvarinnar Allir velkomnir og kaffi á könnunni. …
Uppskeruhátíð UDN
Uppskeruhátíð barna- og ungmennastarfs UDN og aðildarfélaga verður haldin við Reykhólaskóla miðvikudaginn 2. september klukkan 18. Allir eru velkomnir á hátíðina. Í boði verða grillaðir hamborgarar og veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku, framfarir og góðan árangur í frjálsum íþróttum, fótbolta og hestamennsku. Íþróttaálfurinn og Solla stirða munu mæta hress og kát á svæðið. Þeir sem eiga UDN fatnað eru hvattir …
Sumargleði á Skarðsströnd
Laugardaginn 29. ágúst verður Sumargleði á Skarðsströnd í samstarfi Röðuls, Skarðsstöðvar og Þaulseturs. Opið hús verður í Röðli kl. 13-17. Þar verður markaður, kaffi og kökur, spjall, sýningar og uppákomur. Þrautaganga verður í Skarðsstöð kl. 17:30-20. Keppt verður þar í hefðbundnum skarðstrendskum þrautum og íþróttagreinum. Skráning er á staðnum. Síðan verður einhver næring í boði fyrir tónleika. Gleðisveitin PLÚS verður …