Önnur ljósmyndasamkeppni FSD verður í tengslum við haustfagnað. Þemað í ár er sauðfjárbóndinn í blíðu og stríðu og skal myndin vera tekin í Dölunum. Myndirnar skal setja inn á facebook síðu félagsins fyrir 22. október. Verðlaunaafhending verður í grillveislunni í Dalabúð á laugardagskvöldið.
Tómstundabæklingur haust 2014
Tómstundabæklingur UDN og Dalabyggðar fyrir haustið 2014 er kominn út. Hann er m.a. að finna hér á heimasíðu Dalabyggðar.
Auðarskóli – aðstoðarmatráður
Í Auðarskóla vantar í afleysingar, aðstoðarmatráð í 50% starf. Aðstoðarmatráður vinnur í mötuneyti skólans í Dalabúð frá kl. 9:00 – 14:00, mánudag – fimmtudags. Starfið felst í aðstoð í eldhúsi, gæslu og þrifum í matsal. Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Upplýsingar um stöðuna veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434 …
Sviðaveisla FSD
Sviðaveisla, hagyrðingar, skemmtun og dansleikur verður í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal föstudagskvöldið 24. október kl. 19:30. Í boði verða köld svið, söltuð svið, reykt svið, sviðalappir og fleira. Hagyrðingar verða – Kristján Ragnarsson – Ragnar Ingi Aðalsteinsson – Helga Guðný Kristjánsdóttir – Ólína Þorvarðardóttir – Helgi Zimsen Stjórnandi verður Viðar Guðmundsson. Einnig syngur Gissur Páll Gissurarson. Um dansleikinn að …
Íslandsmeistaramótið í rúningi
Sjöunda Íslandsmeistaramótið í rúningi verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 25. október í reiðhöllinni í Búðardal. Keppendur Skráningar í keppnina eru hjá Gumma á Völlum í síma 434 1521 eða á netfangið kjarlak@simnet.is. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 21. október. Reglur Tvær umferðir eru og betri umferðin látin gilda. Fyrri stig eru ekki flutt yfir í úrslitin. Tímataka hefst þegar rúningsmenn …
Byggðasafn – Dalamenn í Vesturheimi
Þriðja sögustund vetrarins verður sunnudaginn 12. október kl. 14. Þar verður sagt frá lífi og örlögum nokkurra Dalamanna í Vesturheimi. Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 / 434 1465. Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 500 kr. Byggðasafn Dalamanna – sögustund fb
Viðvera atvinnufulltrúa
Atvinnuráðgjafa SSV verður í Dölunum þriðjudaginn 7. október kl. 13-15. Íbúum Dalabyggðar er hins vegar alltaf velkomið að hafa samband Atvinnuráðgjöf SSV utan þess tíma og ræða málin. Ólafur Sveinsson mun sjá um viðveru í Búðardal líkt og undanfarin ár og fyrirkomulagið svipað. Viðverudagar í vetur verða 7. október, 3. nóvember, 2. desember, 6. janúar, 3. febrúar, 3. mars, 9. …
Auðarskóli – laust starf
Vegna forfalla er nú laus 100% staða starfsmanns við umönnun barna í leikskóla Auðarskóla. Umsækjandi þarf að hafa hlýtt viðmót, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og vera áhugasamur um skólastarf og starfsþróun. Vinnutími er 8.00 – 16.00 og 09.00 – 17.00 (mismunandi eftir vikum). Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. …
Réttarfagnaður
,,Réttarfagnaður“ verður í Dalakoti Búðardal laugardaginn 27. september og hefst kl 23. Heimahljómsveitin B4 skemmtir. Aðgangseyrir er 1,500 krónur og greiðist við inngang. Engin posi er við innganginn svo hafið með ykkur aur. Aldurstakmark er 18 ár.
Inflúensubólusetning og augnlæknir
Bóluefni gegn árlegri inflúensu er komið og bólusetning er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Jafnframt er minnt á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríu sem ráðlögð er áhættuhópum á ákveðnu árabili. Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með stofu á heilsugæslunni í Búðardal föstudaginn 3. október n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Starfsmenn HVE-Búðardal/Reykhólum