Bæjarhreinsun skáta

DalabyggðFréttir

Bæjarhreinsun skátafélagsins Stíganda er í dag, mánudaginn 18. maí, kl. 15:10 – 17. Íbúum er boðið með, því margar hendur vinna létt verk.
Mæting er við Dalabúð og boðið verður upp á veitingar að bæjarhreinsun lokinni.
Þetta er skemmtileg og þörf vinna. Verið endilega í vinnufötum, og góðum skóm að ganga í.
Skátar hvetja íbúa til að hreinsa garða og taka þátt í þessu góða verkefni.
Skátafélagið Stígandi
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei