Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða …
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð vegna sumarleyfis
Skrifstofa sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 5. maí til og með 5. júní nk. vegnar sumarleyfis. Næsti opnunardagur skrifstofu sýslumannsins er því þriðjudagurinn 6. júní. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar og þjónustu á www.syslumenn.is, með því að senda póst á vesturland@syslumenn.is eða í gegnum síma: 458-2300.
Óskað eftir ársreikningum veiðifélaga í Dalabyggð
Á 233. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 13. apríl sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt, undir dagskrárlið 11: Í ljósi m.a. framkominnar fyrirspurnar Bæjarins Besta samþykkir sveitarstjórn Dalabyggðar að kalla eftir nýjasta ársreikningi frá öllum veiðifélögum í Dalabyggð samkvæmt skráningu Fiskistofu. Umræddum gögnum verður svo komið til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar sem tekur afstöðu til og eftir atvikum endurmetur fasteignamat vegna hlunninda þeirra …
Vantar þig athafnahúsnæði?
Í Dalabyggð er fyrirhugað að byggja húsnæði í nýju iðnaðarhverfi nyrst í Búðardal. Við leitum áhugasamra fyrirtækja og einstaklinga sem þurfa gott og hagkvæmt iðnaðarhúsnæði og vilja taka þátt í uppbyggingu hverfisins. Um er að ræða iðnaðarbil af stærðunum 50 – 100 – 150 eða 200 fermetrar, 6 metra vegghæð á húsinu og ætlunin að hafa stóra hurð og gönguhurð …
2.000.000 kr. í styrki frá Stéttarfélagi Vesturlands
Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var 26. apríl sl. var samþykkt að veita tvo styrki í verkefni í Dalabyggð. Annar að upphæð 300.000 kr. – til Silfurtúns sem fer í kaup á stólavog, þ.e. vigt með mjúku sæti, uppfellanlegum örmum og fótahvílum sem auðveldar mjög starfsemi á heimilinu. Hinn að upphæð 1.700.000 kr.- til Ungmennafélagsins Ólafs Pá til kaupa …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2023
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 13. júní og til loka júlí, fyrir unglinga fædda 2006 til 2010. Umsækjendur eru beðnir um að taka það fram á umsókninni ef sótt hefur verið um sumarstörf á fleiri stöðum. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk. Athugið að ekki er hægt að tryggja að umsóknir sem berast eftir þann tíma verði samþykktar. …
Undrasumarið 2023
Hér að neðan er skráningaskjal fyrir bæði leikjanámskeið og íþróttaæfingar í sumar! Leikjanámskeið á vegum Undra verða haldin í fjórar vikur í júní, 5. – 30. júní frá 9-15 í Búðardal. Á þessum tíma verða fótboltaæfingar og íþróttagrunnur á mánudögum og miðvikudögum frá 13-15 í dalnum. Innifalið í leikjanámskeiðinu er hádegismatur í Dalabúð. Einnig verður boðið upp á frístundaakstur úr …
Strandabyggð auglýsir eftir verktaka: sláttur og umhirðu gróðursvæða í landi sveitarfélagsins
Um er að ræða slátt og umhirðu á gróðursvæðum í eigu sveitarfélagsins, auk sérverkefna sem upp kunna að koma á hverjum tíma. Umrædd svæði eru skilgreind af sveitarfélaginu og allar frekari upplýsingar og yfirlitsdrættir eru fyrirliggjandi á skrifstofu Áhaldahúss Strandabyggðar. Ræktuð svæði þarf að slá með vélum og óræktuð svæði með bensin-orfi. Verktaki skal raka saman allt gras eftir slátt …
Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar
Viðvera KPMG 27. apríl fellur niður
Því miður fellur niður viðvera KPMG í Búðardal á morgun, fimmtudaginn 27. apríl. Ráðgjafi KPMG mun hafa samband við þá sem áttu bókaða tíma. Næsta viðvera KPMG er því 11. maí n.k.