Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningar- og viðskipta, tilkynnti um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þann 14. apríl sl. Það eru 28 verkefni víðsvegar um landið sem hljóta styrki sem hljóða alls upp á 550 milljónir. Þar af eru sex verkefni á Vesturlandi sem fá stuðning og eitt í Dalabyggð. Verkefni „Gönguleið Fellsströnd – Skarðsströnd“ fær 460.000 kr.- styrk til að útbúa …
Ingibjörg Jóhannsdóttir tilnefnd til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna 2023
Sex aðilar hafa verið tilnefndir til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna sem forseti Íslands efnir til í fyrsta sinn í vor. Kallað var eftir hugmyndum að verðugum verðlaunahöfum frá almenningi og bárust hátt í 350 tillögur. Dómnefnd hefur nú tekið þær til umfjöllunar og tilnefnt þrjú verkefni í tveimur flokkum; flokki einstaklinga og flokki fyrirtækja/samtaka/stofnana. Það er engin önnur en Ingibjörg Jóhannsdóttir, aðalbókari …
Ársreikningur Dalabyggðar 2022 samþykktur
Á 233. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 13. apríl sl. lagði Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri fram minnisblað varðandi niðurstöðu ársreiknings 2022 við seinni umræðu málsins. Í framhaldi af umræðum á þeim fundi var ársreikningur Dalabyggðar 2022 samþykktur samhljóða. Innihald minnisblaðsins má lesa hér fyrir neðan og einnig nálgast minnisblaðið sjálft með fundargerð 233. fundar sveitarstjórnar. Kynnt á 233. fundi sveitarstjórnar við …
Covid-19 örvunarskammtur
Covid-19 örvunarskammtur verður næst í boði þriðjudaginn 25. apríl á Heilsugæslustöðinni í Búðardal og miðvikudaginn 26. apríl á Heilsugæslustöðinni á Reykhólum. Ekki er gert ráð fyrir að bjóða aftur upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrr en í haust samhliða bólusetningu gegn Inflúensu. Athugið að fjórir mánuðir þurfa að vera liðnir frá síðustu bólusetningu. Bóka þarf tíma í bólusetningu í síma …
Tunglskotin heim í hérað II
Skapandi vinnustofa um vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Unnið verður að hagnýtum leiðum til að styðja við nýsköpun í íslenskum landsbyggðum. Undanfarin tvö ár hefur farið fram skapandi ferli sem fólst í að skynja, skilja og skilgreina vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Að því hafa komið frumkvöðlar, fræðafólk og stuðningsumhverfi nýsköpunar úr ýmsum áttum gegnum fundi, vinnustofur, rannsóknir og viðtöl. Þessi …
Heimsókn eldri borgara á Barmahlíð 18. apríl
Heimsókn og bingó á Barmahlíð þriðjudaginn 18.apríl Félagi eldri borgara langar að enda vordagskrána sína á heimsókn á Barmahlíð. Farið verður á einkabílum frá Silfurtúni kl:12:30. Byrjað verður á að spila bingó, Halldór ætlar að spila undir söng og Barmahlíð býður öllum í kaffi. Allir velkomnir! – Jón Egill Jónsson
Ærslabelgurinn kominn í gang
Íbúar og gestir Dalabyggðar geta verið hoppandi kátir í sumar þar sem búið er að gera við ærslabelginn í Búðardal. Um er að ræða uppblásna hoppudýnu sem verður í gangi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 í sumar. Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða það að hoppa ekki á belgnum þegar blásarinn er ekki í gangi. Belgurinn er staðsettur við …
Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 20:00 að Fellsenda 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Öll velkomin. Sóknarnefnd Kvennabrekkusóknar
Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar
Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:00 í Tjarnalundi. Fundarefni: -Venjuleg aðalfundarstörf. -Umræður um tilfærslu Staðarhólssóknar í Dalaprestakall. -Önnur mál. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kveðja, sóknarnefndin