Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslana í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli. Markmiðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Annars vegar er hægt að sækja um rekstrarstyrk og hins vegar styrk til búnaðarkaupa. Allt að 30 milljónum …

Augnlæknir í Búðardal

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. september nk. Tímapantanir eru í síma  432 1450

Breytingar á rekstri Sælingsdalslaugar

DalabyggðFréttir

Nýir rekstraraðilar taka við Laugum í Sælingsdal þann 1. október nk. og hafa komið fram ýmsar spurningar varðandi Sælingsdalslaug og aðgengi íbúa að henni. Opnunartími Til að byrja með mun nýr rekstraraðili hafa sama opnunartíma og hefur verið í september, þ.e. mánudagar, miðvikudagar og annan hvern laugardag. Sundkort Dalabyggð vill bjóða íbúum sem eiga miða/kort í Sælingsdalslaug að fá endurgreitt …

Heitavatnslaust 15.09.2022

DalabyggðFréttir

Heitavatnslaust verður vestan Miðbrautar (Grunnskólamegin) og á hluta Ægisbrautar frá Miðbraut að Ægisbraut 7 Vegna vinnu við dreifikerfi. Í dag 15.09.2022 kl 14:00 til kl 15:00

DalaAuður – opnað fyrir styrki

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum um samfélags- og nýsköpunarstyrki í tengslum við verkefnið DalaAuður Um er að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, undir hatti brothættra byggða. Meginmarkmið verkefnisins eru: Samkeppnishæfir innviðir Skapandi og sjálfbært atvinnulíf Auðugt mannlíf Öflug grunnþjónusta Til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun eru 12.250.000 kr.- Upplýsingar um frumkvæðissjóðinn, …

Réttarkaffi Kvenfélagsins Fjólu

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður í réttarkaffi í Fellsendarétt sunnudaginn 18. september 2022 kl 14:00. Söfnunarbaukur verður á staðnum ef fólk vill leggja okkur lið. – Kvenfélagið Fjóla

Bókabingó sumarið 2022 gekk vel

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarbingói í sumar með þátttöku 5-12 ára barna. Mæltist þetta vel fyrir og flestir sem skráðu sig, stóðu við markmið sín. Allir fengu umbun fyrir þátttökuna og viðurkenningarskjal frá bókaverði. Stefnt er að því að þetta verði árlegur sumarviðburður hjá bókasafninu, í þeirri von að það glæði og efli lestraráhuga barna og jafnvel að þau nái …

Bókagjöf – Nr. 4 Umhverfing

DalabyggðFréttir

Á dögunum færði Akademía skynjunarinnar Dalabyggð að gjöf glæsilega bók um myndlistarsýninguna „Nr. 4 Umhverfing“ sem opin var á Vestfjörðum, Ströndum og Dölum sumarið 2022. Það voru 126 listamenn sem settu upp bæði inni- og útiverk vítt og breitt um svæðið en sýningin var eins sú stærsta og víðfeðmasta sem haldin hefur verið á Íslandi. Með sýningunni gátu heimamenn og …

Vegamál, bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun vegna vegamála á 225. fundi sínum sem haldinn var þann 8. september s.l. Afrit af bókuninni hefur verið sent til innviðaráðherra, alþingismanna NV-kjördæmis og umdæmisstjóra Vegagerðarinnar. Dalabyggð er landstórt sveitarfélag með viðamikið vegakerfi. Heildarfjöldi kílómetra í vegakerfinu öllu innan Dalabyggðar telur alls rúmlega 400 kílómetra og eru aðeins 9 sveitarfélög á Íslandi með lengra …

Hér má sjá Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11

Heilbrigðismál – tækjakostur heilsugæslustöðvar

SveitarstjóriFréttir

Á 225. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar , sem haldinn var þann 8. september s.l. var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða. Afrit af bókuninni hefur verið send til forstjóra og framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem og til alþingismanna NV-kjördæmis. Sveitarstjórn Dalabyggðar tekur undir beiðni yfirlæknis heilsugæslunnar í Búðardal til framkvæmdastjórnar HVE, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, varðandi nauðsyn þess að endurnýjaður verði búnaður til röntgenrannsókna á stöðinni. …