Dalaveitur – truflun á farsímasambandi frá Staðarfelli

Kristján IngiFréttir

Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12 hefst vinna við ljósleiðarastofn í Hvammssveit. Við það gætu orðið truflanir á farsímasendum á Staðarfelli sem gæti haft áhrif á símasamband við Hvammsfjörðinn þar sem engir aðrir sendar dekka. Þetta gæti varað í um 1 – 1,5 klst.

Tilkynning hefur verið send til heimila sem verða fyrir rofi á netsambandi sem hefst á sama tíma og stendur aðeins lengur.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei