Fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun 2019-2022

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember var lögð fram fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Afgreiðsla sveitarstjórnar var eftirfarandi:  „Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember. Á milli umræðna er tillögunni vísað til umræðu í nefndum og byggðarráði. Byggðarráði er falið að gera tillögur að breytingum á áætlun þannig að …

Gögn er varða sölu Lauga

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 13. september var samþykkt að gögn sem varða sölu Lauga verði birt með fundargerðum svo fólk geti kynnt sér málið. Hefur það tekið nokkurn tíma að finna öll gögn er tengjast málinu og ganga frá þeim til birtingar á heimasíðu Dalabyggðar. Skjölin hafa nú verið birt á heimasíðu Dalabyggðar og eru þau að finna undir stjórnsýslu, …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 167. fundur

DalabyggðFréttir

167. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 1. nóvember 2018 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, fyrsta umræða Úr fundargerð 210. fundar byggðarráðs Dalabyggðar frá 29. október 2018. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022 – 1810003. Afgreiðsla á tillögu að fjárhagsáætlun til umræðu í sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi drög að tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir fund …

Haustfagnaður FSD

DalabyggðFréttir

Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hefst með lambhrútasýningu föstudaginn 26. október kl. 12 í fjárhúsunum á Kjarlaksvöllum í Saurbæ. Til sýningar í Dalahólfi eru skráðir 58 lambhrútar frá 15 bæjum; 32 hyrndir, 13 kollóttir og 13 mislitir. Laugardaginn 27. október kl. 10 er síðan lambhrútasýning á Skörðum í Miðdölum fyrir þann hluta sýslunnar sem er í Vesturlandshólfi. Þar eru skráðir 22 hrútar …

Íslandsmeistarmótið í rúningi 2018

DalabyggðFréttir

Ellefta Íslandsmeistaramótið í rúningi 2018 verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 27. október kl. 14 í reiðhöllinni í Búðardal. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 25. október til Fjólu í síma 695 6576 eða á netfangið kringla@simnet.is. Tvær umferðir eru og er betri umferðin látin gilda. Þrír efstu keppa síðan til úrslita. Úrslit og verðlaunaafhending verða að lokinni keppni. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 166. fundur

DalabyggðFréttir

166. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 18. október 2018 og hefst kl. 16. Í upphafi funda verður fundargerð sveitarstjórnar frá 13. september 2018 lögð fram til afgreiðslu.   Dagskrá Almenn mál 1. Fjallskil 2018 Kynnt á fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.10.2018, lagt fram til afgreiðslu. 2. Fjárhagsáætlun 2018 – Viðauki 3 Úr fundargerð 208. fundar Byggðaráðs Dalabyggðar 10.10.2018. Fjárhagsáætlun 2018 …

Kór Glerárkirkju

DalabyggðFréttir

Kór Glerárkirkju heldur tónleika í Hjarðarholtskirkju laugardaginn 13. október kl. 13. Fjölbreytt efnisskrá. Miðaverð kr. 1.500. Kór Glerárkirkju í Hjarðarholtskirkju – fb

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar verður kl. 10-12 föstudaginn 12. október. Þ.e. lokað frá og með kl. 12.

Haustfagnaður FSD 2018

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu heldur árlegan haustfagnað sinn helgina 26.-28. október. Um er að ræða einn stærsta viðburð sem Dalirnir bjóða upp á og inniheldur meðal annars sviðaveislu, hagyrðinga, hrútasýningar, rúningskeppni, markað, grillveislu, dansleiki og margt fleira skemmtilegt. Einstakir viðburðir og heildardagskrá verður kynnt betur þegar nær dregur.