Kótilettukvöld Lionsklúbbs Búðardals verður í Dalabúð laugardagskvöldið 10. mars. Húsið opnar kl. 19:30, en borðhald hefst kl. 20:00. Lambakótilettur með tilheyrandi og veglegir happdrættisvinningar. Miði á skemmtunina gildir sem happdrættismiði og einnig verður hægt að kaupa aukamiða fyrir happdrættið á 1.000 kr. Hljómsveitin B4 leikur fyrir dansi að borðhaldi og skemmtun lokinni. Allir sem að skemmtuninni koma gefa vinnu sína …
Fréttatilkynning frá Óbyggðanefnd
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur ríkisins um þjóðlendur á svonefndu svæði 9B, það er Snæfellsnesi ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi. Á svæði 9B eru eftirtalin sveitarfélög: Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, hluti Borgarbyggðar (fyrrum Kolbeinsstaðahreppur) og hluti Dalabyggðar (fyrrum Skógarstrandarhreppur). Óbyggðanefnd, sem er úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur, í samræmi …
Umsögn sveitarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. febrúar sl. var fjallað um bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 14. febrúar þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um kvörtun Bjarna Ásgeirssonar sem barst ráðuneytinu með bréfi dags. 6. febrúar 2018. Sveitarstjóra var falið að gera drög að umsögn og samþykkt var tillaga um að bréf ráðuneytisins og umsögn Dalabyggðar verði birt á vef Dalabyggðar. Það …
Bókavörður Héraðsbókasafns Dalasýslu
Dalabyggð auglýsir starf bókavarðar Héraðsbókasafns Dalasýslu laust til umsóknar. Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræðingi en til greina kemur að ráða ófaglærðan starfsmann. Starfshlutfall er 50%. Helstu verkefni Bókavörður sér um innkaup bóka, skráir í tölvukerfi, afgreiðir bækur og önnur gögn, raðar í hillur, merkir og plastar bækur, leiðbeinir viðskiptavinum um safnkost og aðstoðar við millisafnalán. Hæfniskröfur Menntun sem nýtist í …
Íbúðir til leigu fyrir eldri borgara og lífeyrisþega
Tvær íbúðir að Gunnarsbraut 11a og 11b í Búðardal eru lausar til leigu frá 1. apríl 2018. Hvor íbúð er 81 m2. Mánaðarleg húsaleiga er nú 84.997 kr. og tekur hún breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í byrjun hvers árs. Umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar og eru einnig fáanleg á skrifstofu. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 9. …
Rekstur tjaldsvæðis í Búðardal
Dalabyggð auglýsir eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur tjaldsvæðis í Búðardal. Áhugasamir hafi samband við Bjarnheiði Jóhannsdóttur ferðamálafulltrúa á skrifstofu Dalabyggðar eða með tölvupósti á netfangið ferdamal@dalir.is, fyrir 20. mars.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 158. fundur
158. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 20. febrúar 2018 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Samgöngumál 2. Opinber störf í Dalabyggð 3. Viljayfirlýsing stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. Samningur um sýningarhönnun 5. Styrkur vegna kvikmyndagerðar 6. Þörf fyrir þriggja fasa rafmagn Almenn mál – umsagnir og vísanir 7. Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Breyting 8. Vindorkugarður – gagnaver 9. Viðmiðunarlaun sveitarstjórnarmanna …
Augnlæknir á heilsugæslustöð
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 1. mars nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450
Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 16. janúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða endurbyggingu Vestfjarðarvegar nr. 60 á tæplega 6 km kafla þar sem hann stenst ekki gildandi veghönnunarreglur. Gert er ráð fyrir efnistöku á áreyrum Húsár/Hvolsár og á eldra námusvæði …
Starfsmaður í félagslega heimaþjónustu
Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsmann í félagslega heimaþjónustu, þarf að geta hafið störf um miðjan apríl. Um er að ræða starf sem snýr að almennum heimilisþrifum samkvæmt þjónustusamningi sem gerður hefur verið við notendur á heimilum þeirra. Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum. Æskilegt væri að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa …