Kjörskrá vegna Alþingiskosninga

DalabyggðFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagins alla virka daga kl. 10-14. Einnig geta kjósendur séð hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, 24. september síðastliðinn. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu …

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi

DalabyggðFréttir

Vetrarstarf félagsins er nú hafið með nokkuð hefðbundnu sniði. Eldri borgarar eru hvattir til að taka þátt í starfi félagsins. Dagskrá haustið 2016 Mánudagar Gönguhópur og spjall á Silfurtúni Kóræfingar kl. 17:00 Þriðjudagar Sund á Laugum kl. 15:30-17:00 Miðvikudagar Aðgangur í tækjasal Umf. Ólafs páa kl. 11:00-13:00 Fimmtudagar Opið hús í Rauðakrosshúsinu – 6. október kl. 13:00-15:30 Félagsvist í Rauðakrosshúsinu …

Lokað í Lyfju

DalabyggðFréttir

Lokað verður í útibúi Lyfju í Búðardal fimmtudaginn 20. október og föstudaginn 21. október vegna árshátíðarferðar starfsmanna til Berlínar. Ekki tókst að manna útibúið í Búðardal og aðrar lyfsölur Lyfju verða keyrðar á lágmarksmönnun þessa daga. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Starfsmenn Lyfju

MS Búðardal – nám í mjólkuriðn

DalabyggðFréttir

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila á námssamning sem nemi í mjólkuriðn. Nám í mjólkuriðn er þriggja ára iðnnám og fer bóklegur hluti þess fram í Danmörku. Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar. Viðkomandi aðili skuldbindir sig til að starfa hjá MS Búðardal að námi loknu. Störf í mjólkuriðn henta báðum …

Viðvera atvinnuráðgjafa

DalabyggðFréttir

Atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í Búðardal fyrsta þriðjudag hvers mánuðar kl. 13-15 í vetur. Ólafur Sveinsson verður hér í Dölum þriðjudagana 1. nóvember, 6. desember, 3. janúar, 7. febrúar, 7. mars, 4. apríl og 2. maí. Hægt er að panta tíma hjá honum í síma 892 3208. Þá má panta heimsókn hjá atvinnuráðgjafa utan auglýsts viðverutíma hjá skrifstofu SSV …

Yfirlýsing nemendafélags Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Nemendafélag Auðarskóla hefur sent frá yfirlýsingu varðandi skemmdarverk í sveitarfélaginu. „Við í nemendaráði Auðarskóla höfum tekið eftir skemmdarverkum í Dalabyggð. Þau eru á kostnað sveitarfélagsins sem gæti verið peningur til þess að nota í eitthvað skemmtilegt. Til dæmis að nota peninginn í að kaupa tölvur fyrir skólann og við ætlum að gera það sem við getum til að koma í …

Ljósmyndakeppni FSD 2016

DalabyggðFréttir

Þema ljósmyndasamkeppni FSD 2016 er smalinn. Skilafrestur að senda inn myndir er laugardagurinn 15. október. Þegar fresturinn er liðinn munu þær allar birtast á fb-síðu FSD. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin, auk þess verða veitt verðlaun fyrir myndina sem hreppir flest like á fb-síðu FSD. Myndir skal senda til Sigríðar á netfangið siggahuld@gmail.com í síðasta lagi laugardaginn 15. …

Aðgangur að kjörskrárstofni

DalabyggðFréttir

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni. Það þýðir að kjósendur geta kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í þingkosningum 29. október. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, …

Þroskahjálp

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 19. október kl.16:30 verður formaður Þroskahjálpar, Bryndís Snæbjörnsdóttir, með fund í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Kynning verður á starfi og stefnu Þroskahjálpar og umræður um málefni fatlaðs fólks. Allir eru velkomnir. Þroskahjálp

Heilsugæslustöðin

DalabyggðFréttir

Upplýsingar frá heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum um móttöku háls-, nef og eyrnalæknis, inflúensubólusetningu, krabbameinsleit og nýtt vaktnúmer utan dagvinnutíma. Háls-, nef- og nef og eyrnalæknir Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 3. október. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Inflúensubólusetning Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal …