Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla þriðjudaginn 6. desember kl. 17:30. Að venju verður dansað í kringum tréð og sungin jólalög, kannski með aðstoð jólasveina. Á eftir verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð.

Ormahreinsun hunda og katta

DalabyggðFréttir

Í haust hefur komið fram vöðvasullur í sauðfé. Um er að ræða aukna tíðni og gæti ástæðan verið misbrestur á bandormahreinsun hunda. Vöðvasullur er ekki hættulegur fyrir fólk en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti og hugsanlega óþægindum fyrir féð. Vöðvasullur greindist fyrst hér á landi í lömbum árið 1983 og á árunum fram til 1990 sást töluvert af honum …

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

DalabyggðFréttir

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi verður eins og venjulega fyrstu helgina í aðventu, sem að þessu sinni er dagana 26. og 27. nóvember. Opið verður báða dagana kl 13-17. Til sölu verður ýmiss konar fallega unnið handverk, bækur, jólakort, jólapappír og fleira og fleira. Kaffi og meðlæti verður einnig til sölu. Félagasamtök sem þegar hafa staðfest þátttöku eru Handverksfélagið Assa, Lionsdeildin á …

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar

DalabyggðFréttir

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal mánudaginn 21. nóvember kl. 11-13. Núverandi og nýir viðskiptavinir eru velkomnir til að ræða lánamöguleika hjá Byggðastofnun. Byggðastofnun

Dagur nýsköpunar á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Dagur nýsköpunar og úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Vesturlandsverður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13:30. Uppbyggingasjóður Vesturlands mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi. En sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar á ári og er þetta seinni úthlutun þessa árs. Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Oddur Sturluson frá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun. …

Jólamarkaður Lions

DalabyggðFréttir

Árleg sala Lionsfélaga á ýmsum jólavarningi er hafin með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarna áratugi. Félagar í Lionsklúbbi Búðardals verða á ferðinni um sveitirnar frá sunnudeginum 13. nóvember til og með miðvikudagsins 30. nóvember. Posi verður með í för. Jólamarkaður verður svo haldinn í Leifsbúð föstudaginn 25. nóvember og laugardaginn 26. nóvember frá kl. 14 til 18 báða dagana. Ennþá fást …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 142. fundur

DalabyggðFréttir

142. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. nóvember 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Hittu heimamanninn – Upplýsingagjöf til ferðamanna 2. Að vestan 2017 – Tölvubréf N4 dags. 10. nóvember 2016 3. Ungmenna- og tómstundabúðir – Ósk um úrbætur og framtíðarskipulag á Laugum 4. Fjárhagsáætlun 2017-2020 Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. …

Norræni skjaladagurinn

DalabyggðFréttir

Héraðsskjalasafn Dalasýslu tekur þátt í norræna skjaladeginum að vanda. Boðið verður upp á kaffi og spjall um matvæli, vinnslu matvæla og ekki síst matarvenjur Dalamanna á Byggðasafni Dalamanna kl. 15 laugardaginn 12. nóvember. Norræni skjaladagurinn hefur verið árviss viðburður frá 2001. Þá kynna skjalasöfn á Norðurlöndum starfsemi sína og heimildir í fórum sínum. Ávallt er tekið fyrir eitt viðfangsefni og …

Stéttarfélag Vesturlands

DalabyggðFréttir

Signý og Silja frá Stéttarfélagi Vesturlands verða á skrifstofu félagsins, Miðbraut 11 í Búðardal, mánudaginn 14. nóvember kl. 10 -12. Stéttarfélag Vesturlands

Vatnsveita Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna bilunar geta orðið trufanir á afhendingu neysluvatns í Búðardal og nágrenni í dag og fram eftir kvöldi. Notendur eru beðnir velvirðingar á þessu.