Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

DalabyggðFréttir

Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel sl. föstudag, 23. janúar. Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn og að þessu sinni voru um 50 verkefni tilnefnd. Verkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem bar sigur úr býtum nefnist „Geðheilsustöðin í Breiðholti“. Með Geðheilsustöðinni er ætlunin að veita fullorðnum einstaklingum sem greinst …

Silfurtún – heitur matur

DalabyggðFréttir

Eldri borgarar í Dalabyggð eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu á Silfurtúni. Hægt er að velja um að borða í matsal með íbúum eða að sækja matinn og taka með sér heim í bökkum. Hægt er að skrá sig í fæði ákveðna daga vikunnar. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Eyþóri eða Gróu í síma 434 1218, …

Rúlluplast 4.-5. febrúar

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað í Dalabyggð 4.-5. febrúar, 15.-16. apríl, 24.-25. júní og 18.-19. nóvember. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Mikilvægt er að baggabönd og net séu sett sér í glæra plastpoka og vel aðgreinanleg frá rúlluplasti. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur þriggja kvölda spilakvöld í Árbliki. Spilað verður föstudaginn 30. janúar kl. 20, föstudaginn 20. febrúar kl. 20 og föstudaginn 13. mars kl. 20. Aðgangseyrir er 800 kr og frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar að lokinni spilamennsku.

Leifsbúð lokuð

DalabyggðFréttir

Upplýsingamiðstöðin í Leifsbúð verður lokuð föstudaginn 30. janúar vegna jarðarfarar.

Landsskipulagsstefna 2015-2026

DalabyggðFréttir

Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í tillögunni er sett fram stefna um: skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum. Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026, ásamt fylgiskjali, Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir, er aðgengileg hér á vefnum og á vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsstofnun.is. Gögnin liggja jafnframt frammi …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 121. fundur

DalabyggðFréttir

121. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. janúar 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Stígamót – Styrkbeiðni 2015 2. Skrá yfir þá starfsmenn hjá Dalabyggð sem ekki hafa verkfallsrétt 3. Náttúran er ehf – Endurvinnslukortið Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015-2024 og gagnaöflun 5. Landsskipulagsstefna 2015-2026 Fundargerðir …

Fræðslustjóri að láni

DalabyggðFréttir

Nú í vikunni undirrituðu fulltrúar Dalabyggðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi samstarfssamning um verkefnið „Fræðslustjóri að láni“. Markmiðið með þessum samstarfssamningi er að gera þarfagreiningu með öllum almennum starfsmönnum Dalabyggðar og í framhaldinu verður mótuð heildstæð fræðsluáætlun sem byggir m.a. á niðurstöðum þarfagreiningarinnar. Símenntunarmiðstöðin hefur umsjón með verkefninu, en verkefnið er fjármagnað af Mannauðssjóði Samflots. Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar kemur …

Örugg framkoma

DalabyggðFréttir

Á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands verður vinnustofa Dale Carnegie miðvikudaginn 21. janúar kl. 18-19:30 í Auðarskóla. Leiðbeinandi er Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi. Ekkert námskeiðsgjald er. Skráning er á heimasíðu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Ljósleiðaravæðing dreifbýlis

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 13. janúar var fjallað um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Dalabyggð. Fyrir tæpu ári birti Póst- og fjarskiptastofnun umræðuskjal á heimasíðu sinni um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu varðandi þá skyldu að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið. Sveitarstjórn Dalabyggðar fjallaði um það skjal 15. apríl 2014 og sendi frá sér bókun um mikilvægi ljósleiðaravæðingar fyrir dreifbýli. Bókun sveitarstjórnar 15. apríl 2014 …