Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður opin í næstu viku þriðjudaginn 2. desember í stað fimmtudags. Signý Jóhannesdóttir mun sjá um opnunina. Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands að Miðbraut 11, Búðardal er almennt opin annan hvorn fimmtudag kl. 9:30-12:30. Síminn í Búðardal er 430 0435. Aðalskrifstofa er á Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og er opin alla virka daga kl. 8:00 – 16:00. Síminn í …
Reisur Árna frá Geitastekk
Í stað áður auglýstrar sögustundar um Kaupfélag Saurbæinga verður sagt frá Árna Magnússyni bónda frá Geitastekk í Hörðudal. Árið 1753, þá 27 ára gamall, fór Árni til Danmerkur og þaðan lá leið hans víða um heim. Hann fór meðal annars til Kína og var talinn víðförlastur Íslendinga á þeim tíma. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna. Byggðasafn …
Viðurkenning fyrir umhverfismál
Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. nóvember sl. fékk Svavar Garðarsson í Búðardal afhenta viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf á sviði umhverfismála í Dalabyggð. Í máli Jóhannesar H. Haukssonar oddvita kom fram að Svavar hafi haft frumkvæði að því að sveitarstjórn ráðstafar fjármagni árlega til sjálfboðavinnuverkefna og hafi sjálfur verið einstaklega duglegur að sækja í sjóðinn til ýmissa umhverfisverkefna í Búðardal. Ákvörðun …
Rúllupylsukeppnin 2014
Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin er haldin til að viðhalda og …
Skráning lögheimilis
Þjóðskrá Íslands gefur út íbúaskrá miðað við 1. desember ár hvert og því er mikilvægt að allir einstaklingar séu með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu. Allir þeir sem eiga eftir að tilkynna breytingu á lögheimili þurfa að gera það fyrir lok nóvember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrána. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 119. fundur
119. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 og hefst kl. 17:30. Dagskrá Almenn mál 1. 1409005 – Afhending viðurkenningar í tilefni dags náttúrunnar 2. 1410027 – Starfsemi Arion banka í Búðardal 3. 1411008 – Umferðaröryggi í Búðardal – bréf foreldrafélags Auðarskóla Fundargerðir til staðfestingar 4. 1410002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 150 5. 1410022 …
Folaldasýning
Hrossaræktarsamband Dalamanna stendur fyrir folaldasýningu í reiðhöllinni í Búðardal laugardaginn 15. nóvember og hefst sýningin kl. 11. Æskilegt er (en ekki nauðsynlegt) að folöld verði skráð fyrirfram í sýninguna hjá Sigurði á Vatni á netfangið siggijok@simnet.is. Þátttökugjald er ekkert. Hrossaræktendur og folaldaeigendur eru hvattir til að taka þátt og sýna folöld sín.
Glímumót í Dalabúð
Fyrsta umferð í meistaramótaröð Glímusambands Íslands fer fram í Dalabúð laugardaginn 15. nóvember og hefst keppni kl 13. Mótið er hluti af meistaramótaröð Glímusambands Íslands.Dalamenn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja glímumenn frá Glímufélagi Dalasýslu. Glímusamband Íslands
Gerð styrkumsókna
Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum? Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og …
Raunfærnimat
Viltu fá starfsreynslu og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga?Raunfærnimat er fyrir þá sem hafa reynslu og þekkingu á ákveðnu sviði án þess að hafa viðurkenningu úr formlega skólakerfinu. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat fyrir – leikskólaliða – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með börnum. – félagsliða – mat og staðfesting á þekkingu og …