Hestaþing Glaðs 20. – 21. júní

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 20. – 21. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.
Laugardaginn 20. júní hefst keppni kl. 10 í tölti, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum, B-flokkur gæðinga og A-flokkur gæðinga. Um kvöldið kl. 20 verða kappreiðar, úrslit í tölti og ræktunarbússýningar.
Sunnudaginn 21. júní hefst keppni kl. 13 með úrslitum í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og A- og B-flokkum gæðinga
Öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum flokki og auglýst með fyrirvara um breytingar. Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða.
Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu Glaðs.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei