Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 18.febrúar 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2006-2018 og tillögu að deiliskipulagi. Í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar ásamt umhverfisskýrslu. Breytingin tekur til urðunarsvæðis í landi Höskuldsstaða og til breytingar á Vestfjarðavegi, nr. 60, í Miðdölum, ásamt tengingu Fellsendavegar og Hlíðarvegar. …

Breytingar á sorphirðu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur ákveðið, að höfðu samráði við Gámaþjónustu Vesturlands ehf. að almenn sorphirða frá heimilum verði á 14 daga fresti frá mánaðarmótunum mars/apríl. Þannig verður sorp hirt mánudaginn 24. mars en næst þriðjudaginn 1. apríl og annan hvern þriðjudag þaðan í frá. Flokkunarkrá Samhliða þessu verða gerðar breytingar á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) þannig að íbúar geta komið með flokkað …

Bæjarhátíð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Á síðasta fundi menningar- og ferðamálanefndar Dalabyggðar var ákveðið að bæjarhátíð í Búðardal yrði 11.-13. júlí. Seinka þurfti hátíðinni til að Vestfjarðavíkingurinn gæti orðið hluti af dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðar 2014 verður í samræmi við áhuga íbúa og þeirra þátttöku. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Á síðustu bæjarhátíð var m.a. á dagskrá listasmiðja fyrir börn, blindrabolti, kjötsúpa, kvöldvökur, Vestfjarðavíkingurinn, markaður, lambakjötskynning, …

Tölvunámskeið fyrir SDS félaga

DalabyggðFréttir

Tölvunámskeið fyrir félaga í SDS verður í Leifsbúð í Búðardalur miðvikudagana 5. og 12. mars kl. 18:00-20:30 bæði kvöldin. Námskeiðið er hugsað fyrir þá félaga SDS sem nota tölvur lítið en vilja gjarnan komast betur af stað og læra meira á þessi tæki. Meðal efnis er farið í öryggismál, skipulag gagna í tölvunni, samskiptamiðla eins og Facebook, hvernig er hægt …

Sýslumaðurinn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Vegna náms- og kynningarferðar verður skrifstofa Sýslumannsins í Búðardal lokuð föstudaginn 21. febrúar 2014

Með glimmer á rassinum

DalabyggðFréttir

Þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 20:30 verður fræðslukvöld fyrir foreldra í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eftirtaldir aðilar verða með erindi, deila þekkingu sinni og svara spurningum foreldra. MEÐ GLIMMER Á RASSINUM Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar „Fáðu já“ deilir reynslu sinni af því að spjalla við þúsundir unglinga um klám, kynlíf, ofbeldi og internetið – og hvers vegna það …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna náms- og kynningarferðar verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá kl. 12:00 föstudaginn 21. febrúar næstkomandi Sveitarstjóri Dalabyggðar

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 109. fundur

DalabyggðFréttir

109. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. febrúar 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1.Styrktarsjóður EBÍ 20142.UDN Samstarfssamningur3.Breytingar á sorphirðu4.Umferðaröryggisáætlun Almenn mál – umsagnir og vísanir 5.Skýrsla starfshóps um starfsemi SSV6.Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum7.Frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði Fundargerðir til staðfestingar 8. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 609. …

Smalinn

DalabyggðFréttir

Fyrsta mót ársins hjá hestamannafélaginu Glað er keppni í Smala í Nesoddahöllini í Búðardal laugardaginn 15. febrúar og hefst keppnin stundvíslega klukkan 13. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Nánari upplýsingar um reglur og skráningu á mótið eru á heimasíðu Glaðs. Þá verður og liðakeppni eftirtöldum mótum vetrarins; smala, tölti, fjórgangi, vetrarleikum og íþróttamóti. Þrjú lið eru; …

Fræðslukvöld um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum

DalabyggðFréttir

Fræðslukvöld um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum er vera átti að Miðfossum í Borgarfirði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20-22 er frestað til miðvikudagsins 19. febrúar.   Reiðkennaraefni Háskólans á Hólum eru þessa dagana með sýnikennslu víðsvegar um land og munu þrír nemendur sækja Miðfossa heim. Þeir eru Astrid Skou Buhl, Bjarki Þór Gunnarsson og Johanna Schulz. Byrjað er á stuttum fyrirlestri …