Kvennahlaup ÍSÍ

DalabyggðFréttir

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram þann 14. júní kl. 11. Hlaupið verður frá Tjarnarlundi í Saurbæ og Leifsbúð í Búðardal.
Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir.
Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs. Kvennahlaupið er haldið sem næst kvenréttindadeginum 19. júní þar sem höfðað er til samstöðu kvenna.
Þáttökugjald er 1.000 kr fyrir 12 ára og yngri og 1.500 kr fyrir 13 ára og eldri. Innifalið í þátttökugjaldinu er kvennahlaupsbolurinn sem er úr dry-fit efni, með V-laga hálsmáli og verðlaunapeningur.
Upplýsingar og skráning er hjá Tótu (netfang thorunnb.einarsdottir@gmail.com eða sími 823 7060) og Bjöggu (netfang bjoggabjorns@gmail.com eða sími 823 3098.

Kvennahlaup ÍSÍ

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei