Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:30 verður kveikt á ljósum jólatrésins við Dalabúð. Búist er við komu jólasveina á svæðið. Að venju verður dansað og sungið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur.
Sauðfjársæðingar 2012
Fundur vegna sauðfjársæðinga 2012 verður mánudaginn 26. nóvember í Dalabúð kl. 20. Á dagskrá verður skipulag sæðinganna, gjaldskrá, hrútakosturinn, kynbótastarfið í sauðfjárrækt o.fl. Frummælendur eru Eyjólfur I. Bjarnason og Lárus G. Birgisson. Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið að Hvanneyri og Hesti í Borgarfirði þriðjudaginn 27. nóvember og hefst kl. 13 að Hvanneyri. Skráning fer fram hjá LbhÍ í síðasta lagi …
Glíma í Dalabúð
Góð skráning er í 2. umferð meistaramótsins í glímu. Keppnin fer fram í Dalabúð og hefst kl. 13. Frá Glímufélagi Dalamanna keppa Guðbjartur Rúnar Magnússon, Guðlaugur Týr Vilhjálmsson og Sólveig Rós Jóhannsdóttir. Unglingar -80 kg 1. Svanur Ómarsson UÍA 2. Samúel Þórir Grétarsson Herði 3. Elvar Ari Stefánsson Herði 4. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 5. Guðbjartur Rúnar Magnússon GFD 6. …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 95
95. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. nóvember 2012 og hefst kl. 18:00 Dagskrá: Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. 1211018 – Brunavarnir – gagnkvæm aðstoð 2. 1211001 – Framtíð urðunar á Suður- og Vesturlandi Fundargerðir til staðfestingar 3. 1210006F – Byggðarráð Dalabyggðar – 1163.1. 1112029 – Fjárhagsáætlun 2012 – viðaukaáætlun3.2. 1210005 – Fjárhagsáætlun 2013 …
Háls-, nef og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. nóvember n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heilsugæslan í Búðardal
Meistaramót í glímu
Önnur umferð meistarmóts Íslands í glímu verður í Dalabúð, laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 13. Fyrsta umferð meistarmótsins fór fram á Reyðarfirði 27. október og þriðja umferð fer fram í Reykjavík 16. febrúar. Dalamenn eru hvattir til að mæta á mótið og hvetja okkar fólk til dáða.
Þjónusturáð Vesturlands
Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára. Styrkir verða veittir til greiðslu menntunar- eða námskeiðskostnaðar eða kaupa á verkfærum/áhöldum sem ætla má að auðveldi fötluðu fólki að skapa sér heimavinnu eða …
Menningarráð Vesturlands -menningarstyrkir 2013
Umsóknarfrestur vegna menningarstyrkja hjá Menningarráði Vesturlands rennur út 18. nóvember 2012. Stofn- og rekstrarstyrkir Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið, félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Menningarstyrkir Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Umsækjendur …
Norræni skjaladagurinn
Norræni skjaladagurinn er að þessu sinni helgaður íþrótta- og æskulýðsstarfi á 20. öld. Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu á skjölum frá æskulýðs- og íþróttafélögum í Dölum sunnudaginn 11. nóvember kl. 13-17 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Norræni skjaladagurinn er laugardaginn 10. nóvember, en þar veðurspár gera ráð fyrir leiðindaveðri hefur sýningunni verið frestað fram á sunnudag í von …
Drengjakór íslenska lýðveldisins
Drengjakór íslenska lýðveldisins verður með söng- og söguskemmtun föstudaginn 9. nóvember kl. 21 á Villapöbb í Búðardal. Í Drengjakór íslenska lýðveldisins eru hressir drengir á öllum aldri sem bregða á leik með söng í bland við uppistand þar sem félagar bregða á leik. Enginn aðgangseyrir