Þorrablót Laxdæla 2008

Þorrablót Laxdæla 2008í Dalabúð laugardaginn 26. janúar. Húsið opnar kl. 1930 og borðhald hefst kl. 2000 stundvíslega. Gunnar Björnsson (áður í Dalakjöri) og hans dugmikla hjálparlið sjá um matinn. Dalamenn þekkja að þar er ekki skorið við nögl og gæðin 1. flokks. Skemmtiatriðin verða eins og alltaf í formi annáls í léttum dúr úr lífi Dalamanna og samsett af nefndarmönnum …

Þingmenn í heimsókn

Guðjón Arnar Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarssonog Þingmenn Frjálslindra í Norðvesturkjördæmi ásamt Grétari Mar Jónssyni þingmanni úr Suðurkjördæmi heimsóttu Dalina og áttu fundi með ráðamönnum þar. Hér eru þeir ásamt Áslaugu Þórarinnsdóttur sýslumanni og Gunnólfi Lárussyni sveitarstjóra

Flott án fíknar

Helgarferð að Laugum í Dalasýslu í boði Flott án fíknar Gleðiferð fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 20 ára sem eru án tóbaks og vímuefna. Leikir, útvist, kvöldvökur og fleira þar sem hinn eini sanni Ungmennafélagsandi ræður ríkjum. Þátttakendum stendur til boða að gerast sjálfboðaliðar í starfi Flott án fíknar í kjölfar ferðarinnar. Lagt verður af stað frá Þjónustumiðstöð UMFÍ …

Skólaliða vantar

Skólaliða vantar til starfa sem fyrst. Um er að ræða gæslu, aðstoð í mötuneyti og þrif. Starfið er fjölbreytt og vinnustaðurinn líflegur og skemmtilegur. Við leitum að ábyrgu fólki í krefjandi starf. Vinnutíminn er frá kl. 12.00-17.00. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún í síma 434-1466 eða 862-8778.

Áríðandi tilkynning

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist bréf frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga um hvar mest og brýnust þörf er á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu. Þeir sem telja sig vanta þessa rafmagnstengingu eru vinsamlegast beðnir að skrá viðeigandi upplýsingar á á meðfylgjandi skjal og koma því til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 370 Búðardal, fyrir 15. janúar Eyðublað á …

22. fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Dalabyggðar Fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 10.janúar n.k. kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Fundargerð sveitarstjórnar 18. desember 2007 2. Fundargerð sveitarstjórnar 28. desember 2007 3. Fundargerð byggðarráðs 21. desember 2007 4. Fundargerð byggðarráðs 3. janúar 2008 5. Fundargerð fræðslunefndar 3. desember 2007 6. Fundargerð fræðslunefndar 17. desember 2007 7. Fundargerð Staðardagskrá 21, 14. nóvember 2007 …

Umsóknafrestur framlengdur

Menningarráð Vesturlands tilkynnir frest til þess að sækja um menningarstyrki til 10. janúar 2008. Ráðið vill benda á að sérstök áhersla verður lögð á Viðburðarviku Vesturlands sem hefst síðasta vetrardag 23. apríl og lýkur 30 apríl. Umsóknareyðublöð á má finna á síðu Menningarráðs Vesturlands. Nánari upplýsingar má fá hjá Elísabetu í síma 4372313 eða hjá Helgu í síma 4341132 437 …

Plastsöfnun

Dagana 7.-11. janúar verður Gámaþjónusta Vesturlands í Dalabyggð til að safna saman rúlluplasti, þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu hafið samband í síma 435-0000 sem fyrst.

Ný vefur Dalabyggðar

Nú hefur nýr vefur Dalabyggðar verið tekinn í notkun. Vefurinn er að hluta til gagnvirkur, þannig að hægt er að skrá hina ýmsu viðburði á atburðadagatal. Einnig er hægt að skrá inn fyrirtæki og þjónustu á vefinn. Ef ykkur vantar aðstoð sendið póst á ferdamal@dalir.is Jólakveðja