Ólafsdalsnámskeið

DalabyggðFréttir

Nú er námskeiðum á vegum Ólafsdalsfélagsins lokið. Þátttaka var góð og tókust þau á allan hátt með ágætum. Á námskeiðunum var blanda af heimamönnum og lengra að komnum að læra um grænmeti, söl, þang, ostagerð og hleðslur. Í myndasafni má sjá myndir frá námskeiði í grjót- og torfhleðslu. Myndirnar tók Steinþór Logi Arnarsson í Stórholti og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Ólafsdalsfélagsins.

Kómedíuleikhúsið

DalabyggðFréttir

Haustleikferð Kómedíuleikhússins hefst í Leifsbúð föstudaginn 9. september kl. 20. Sýnd verða leikritin „Jón Sigurðsson strákur að vestan“ og „Bjarni á Fönix“. Aðgangseyrir er 1.900 kr. Jón Sigurðsson strákur að vestan Sómi Íslands sverð og skjöldur. Frelsishetjunna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri þekka allir og þá einkum afrek hans í Danaveldi. En hver var Jón Sigurðsson og hvaðan kom hann? Hvað …

Réttir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

DalabyggðFréttir

Á sýningunni Réttir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er að finna myndir eftir Hjalta Sigfússon teknar á síðustu árum í réttum í Haukadal af bændum, búfénaði og aðkomumönnum. Sýningin er opin virka daga frá 26. ágúst – 19. október, kl. 12–19 og um helgar frá 13–17. Hjalti vann ljósmyndasamkeppni sem haldin var á vegum Flikr@Iceland, Höfuðborgarstofu og Menningarnótt 2010. Í verðlaun hlaut …

Aðalfundur SBK

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Sambands breiðfirskra kvenna verður haldinn þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20 í félagsheimilinu Staðarfelli. Fundarefni 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundargerð aðalfundar 2010 Skýrslur kvenfélaga. Skýrsla stjórnar og orlofsnefndar Reikningar ársins 2010 Stjórnarkosning. Kjósa skal gjaldkera og eina konu í varastjórn til þriggja ára. 2. Um orlof húsmæðra og framtíð SBK. 3. Önnur mál. 4. Kaffiveitingar í boði Hvatarkvenna. 5. Erindi um …

Grjóthleðslur og ostar

DalabyggðFréttir

Næstu helgi eru tvö námskeið á vegum Ólafsdalsfélagsins. Á laugardag og sunnudag verður grjót- og torfhleðslu í Ólafsdal. Og á laugardag verður ostagerð og slowfood í Tjarnarlundi. Grjót- og torfhleðsla Helgina 3.-4. september stendur Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiðinu Grjót- og torfhleðsla í Ólafsdal. Á tíma bændaskólans voru í Ólafsdals hlaðnir umfangsmiklir grjótgarðar um tún, en einnig falleg tröð heim að húsunum …

Göngudagur Æskunnar

DalabyggðFréttir

Árlegur göngudagur Æskunnar verður laugardaginn 27. ágúst. Um kvöldið verður síðan töðugjaldagrill í Árbliki. Gengið verður fram Austurárdal í Miðdölum. Gangan hefst kl. 13 við þjóðveg 60 hjá Austurá. Leiðin er frekar stutt og lárétt og hentar því ungum sem öldnum. Þeir sem vilja lengri göngu geta gengið heim Beigaldadal og Bæjargil. Á leiðinni er skógrækt, berjaland, fallegt stóð og …

Tónleikar í Skarðskirkju

DalabyggðFréttir

Guðrún á Klifmýri stendur annað árið í röð fyrir tónleikum í Skarðskirkju og verða þeir laugardaginn 27. ágúst kl. 20-21. Ekki hefur verið leiðinlegt í fyrra því Stofubandið var sérstaklega stofnað til að spila á þessum tónleikum. Er það að hluta skipað þeim sömu og spiluðu á tónleikunum í fyrra. Á dagskrá eru íslensk og erlend þjóðlög. Aðgangur er ókeypis …

Tómstundabæklingur

DalabyggðFréttir

Nú er komið að því að útbúa “Tómstundabækling” fyrir haust 2011 í Dalabyggð. Allir sem verða með námskeið eða atburði eru hvattir til að senda inn svo að framboðið sé allt á einum stað. Bæklingurinn fer ekki í póst að þessu sinni heldur verður hann auglýstur á vef sveitarfélagsins í lok ágúst. Skilafrestur er til föstudagsins 26. ágúst.Eftirfarandi þarf að …

Auðarskóli – verkfall leikskólakennara

DalabyggðFréttir

Félag leikskólakennara hefur boðað til verkfalls mánudaginn 22. ágúst næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Ef af boðuðu verkfalli verður, lokar Álfadeild leikskóla Auðarskóla frá og með þeim tíma. Bangsadeild og önnur starfssemi leikskólans verður með óbreyttum hætti. Vel verður fylgst með framvindu verkfallsins og hugsanlegum ágreiningsmálum með veitta þjónustu leikskólans í huga. Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri

Tómas á Laugum

DalabyggðFréttir

Einstakir tónleikar Tómasar R. Einarssonar voru haldnir á Laugum s.l. fimmtudag. Björn Anton var á staðnum og sendi okkur myndir sem birtar eru í myndasafninu.