Jörfagleði 2011

DalabyggðFréttir

Jörfagleði 2011 verður dagana 15.–20. apríl og því tímabært að huga að þátttöku. Undirbúningur er hafinn og er það menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar sem heldur utan um hátíðina. Nú er bara að leggjast undir feld og koma fram með góðar hugmyndir að skemmtilegum viðburðum. Þeim sem hafa hug á að taka þátt er bent á að hafa samband við formann …

Jólamarkaður og kveikt á jólatréinu

DalabyggðFréttir

Jólamarkaður verður í efri sal Auðarskóla mánudaginn 6. desember kl. 16-19 og kveikt verður á jólatréinu við Dalabúð kl. 18. Öllum er velkomið að vera með sölubás á jólamarkaðinum. Þeim sem áhuga hafa á að vera með vörur í sölu á markaðinum er bent á að hafa samband við Írisi (699 6171) eða Steinu Matt (865 3359). Kveikt verður á …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

67. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 7. desember 2010 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 19. október 2010.3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 26. nóvember 2010.4. Fundargerð byggðarráðs frá 24. nóvember 2010.5. Fundargerð byggðarráðs frá 2. desember 2010.6. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 18. og 19. október 2010 ásamt stofnskrá Byggðasafns Dalamanna.7. …

Piparkökubakstur

DalabyggðFréttir

Á myndasíðuna eru nú komnar myndir frá piparkökubakstri Foreldrafélags Auðarskóla. Myndirnar tók Ásdís Melsteð. Slóðin er http://www.dalir.is/myndir/piparkokubakstur/

Fundur um æskulýðsmál

DalabyggðFréttir

Á aðalfundi ungmennafélagsins Æskunnar í ágúst síðastliðin var samþykkt að boða til almenns fundar um samstarf æskulýðsfélaganna í Dalabyggð og stefnt skuli að fundi í nóvember 2010. Þar sem börn á grunnskólaaldri í sveitarfélaginu eru innan við 100 sem þýðir innan við 10 börn í árgangi að meðaltali er mjög mikilvægt að þau upplifi sig sem eina heild og framboð …

Örsýning í Stjórnsýsluhúsinu

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna er með sýningu á jólakortum, jólatré og fleiru tengdu jólunum á 2. hæð stjórnsýsluhússins á aðventunni. Á Byggðasafni Dalamanna er lítið af munum tengdum jólahaldi. Dalamenn eru því hvattir til að líta í kringum sig í jólastússinu og athuga hvort þeir lumi ekki á einhverju sem eigi heima á safninu. T.d. jólakort, jólapappír, jólaskraut, jólaföt eða annað skemmtilegt. …

Kosning til stjórnlagaþings

DalabyggðFréttir

Kosning til stjórnlagaþings í Dalabyggð fer fram í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og stendur til 20:00. Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki. Á kjörskrá eru allir þeir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 6. nóvember 2010, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. …

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

66. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn föstudaginn 26. nóvember 2010 og hefst kl. 15:30 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010. Dalabyggð 22. nóvember 2010 ___________________________Sveinn PálssonSveitarstjóri Dalabyggðar

Kjörskrá Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna kosninga til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember 2010, liggur kjörskrá Dalabyggðar frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 17. nóvember 2010 til kjördags. Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 10 -15. Sveitarstjóri Dalabyggðar

Íris Björg – tónleikar

DalabyggðFréttir

Íris Björg heldur tónleika í Leifsbúð sunnudagskvöldið 28. nóvember kl. 20. Tónleikarnir eru í tilefni nýútkominnar plötu hennar „Mjúkar hendur“. Aðgangseyrir er 1.000 kr.