Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum hjá sveitarfélaginu og sækja þarf um þær fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánuðar. Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Umsóknareyðublöð er á vef Dalabyggðar og einnig á skrifstofu …
Dagvistun barna
Dalabyggð auglýsir eftir aðilum til að taka að sér dagvistun barna í heimahúsum. Eftirspurn eftir leikskólavistun er meiri fyrri hluta ársins 2012 en leikskóladeild Auðarskóla getur annað. Sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað 20. apríl 2010 að greiða niður daggjöld vegna barna sem eru í daggæslu í heimahúsum og eiga lögheimili í Dalabyggð. Niðurgreiðslur eru m.a. háðar eftirfarandi skilyrðum: a) Að dagforeldri hafi …
Álagning fasteignagjalda 2012
Dalabyggð tilkynnir hér með að ekki verða sendir út álagningarseðlar í bréfpósti fyrir árið 2012.Þess í stað geta eigendur fasteigna nálgast álagningarseðil sinn á upplýsinga- og þjónustuveitunni Ísland.is. Þessi birting kemur í stað þess að senda tilkynningar með hefðbundnum bréfpósti. Nokkur hagræðing felst í rafrænni upplýsingagjöf. Dreifing verður ódýrari þar kostnaður við prentun, umslög, pökkun og póstburðargjöld fellur niður. Eigandur …
Flugeldasala og brennur
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Óskar er við húsnæði sveitarinnar við Vesturbraut dagana 28. desember til 31. desember. Þrjár brennur verða í sveitarfélaginu um ármótin. Í Búðardal verður kveikt í brennunni á gamla fótboltavellinum kl. 20:30 og flugeldasýning í kjölfarið. Um miðnætti verður síðan kveikt í brennum við Árblik í Miðdölum og ap Þverfelli í Saurbæ. Opnunartímar flugeldasölu Óskar eru: Miðvikudaginn 28. desember …
Jólaball Lions
Jólaball Lionsklúbbs Búðardals verður miðvikudaginn 28. desember kl. 17 í Dalabúð. Dansað verður í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn. Heitt súkkulaði á boðstólum og er óskað eftir smákökurestum frá gestum.
Félagsvist í Tjarnarlundi
Félagsvist verður spiluð í Tjarnarlundi í Saurbæ á annan í jólum og hefst kl 20. Veitt verða fyrstu, önnur og þriðju verðlaun, auk setuverðlauna í flokki karla og kvenna. Spilagjald er 700 kr og sjoppa er á staðnum, en enginn posi er á staðnum.
Jólasýning 2011
Í fyrra á aðventunni var Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu með jólasýningu á annarri hæð stjórnsýsluhússins. Voru þar m.a. til sýnis elstu jólakort safnanna frá upphafi og fyrri hluta 20. aldar. Jólasýningin 2011 er með aðeins öðru sniði. Að þessu sinni eru til sýnis jólakort frá árunum 1960-1969 og nú á netinu. Jólakort fylgja tískunni eins og annað hér í …
Guðþjónustur yfir hátíðirnar
Guðþjónustur verða í flestum kirkjum héraðsins um jól og nýár. Auk þess sem helgistundir verða á Fellsenda og Silfurtúni. Aðfangadagur 24. desember Helgistund verður á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Miðdölum kl. 14 á aðfangadag. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Aftansöngur verður í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18 á aðfangadagskvöld. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson …
Gott kvöld
Leikfélag Hólmavíkur sýnir barnaleikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur um hátíðirnar. Leikarar eru 22 og flestir þeirra á grunnskólaaldri, en reynsluboltar úr leikfélaginu taka einnig þátt í sýningunni. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Hólmavík. Í leikritinu segir frá hugmyndaríkum strák sem er aleinn heima um kvöld með bangsa sér til halds og trausts, þegar pabbi skreppur að sækja mömmu. …