Leikskóladeild Auðarskóla er nú með sýningu á verkum sínum á skrifstofu Sýslumannsins í Búðardal og á Héraðsbókasafninu. Fyrir helgi komu nokkrir sérfræðingar í jólaskreytingum frá leikskólanum og tóku að sér að yfirfara og bæta jólaskreytingar starfsmanna. Hugrún Otkatla bókavörður tók þá nokkrar myndir sem sjá má í myndasafninu. Myndasafn
Félagsleg liðveisla
Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Búðardal. Um er að ræða þrjá föstudaga í mánuði kl. 12-17. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SDS. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700 eða Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi í síma 433 7100. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóra, Miðbraut 11, 370 Búðardal.
Styrkir til bættrar einangrunar
Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess. Átaksverkefni 2011 er beint að húsnæði sem byggt er fyrir 1945, áður en lágmarkskröfur til einangrunargilda (U-gilda) byggingarhluta voru settar í byggingarreglugerðir. Um styrk getur sótt hver sá …
Jólalagakeppni Rásar 2
Jólalagakeppni Rásar 2 fer nú fram í níunda sinn og hefur dómnefnd valið 10 lög sem keppa til úrslita. Eitt þessarra laga kemur héðan úr Dölunum. Texta- og lagahöfundur „Afa í skóinn“ er Þorgrímur bóndi á Erpsstöðum og flytjandi er Íris systir hans. Dagana 7.-14. desember munu lögin hljóma á Rás 2 milli klukkan 9 og 16. Einnig eru þau …
Ljósmyndasamkeppni Eimskipa
Dagatal Eimskipafélags Íslands á sér langa sögu. Eimskip gaf fyrst út dagatal árið 1928 og var það prýtt teikningu eftir Dala- og Strandamanninn Tryggva Magnússon. Í ár efndi Eimskip til ljósmyndasamkeppni meðal áhugaljósmyndara með viðfangsefnið íslenskt landslag. Fjöldi ljósmynda voru sendar inn og dómnefnd valdi svo þær tólf sem hún taldi bestar. Einn af vinningshöfunum er Steinunn Matthíasdóttir kennari við …
Menningarráð Vesturlands
Dalamenn eru minntir á að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Menningarráði Vesturlands fyrir árið 2012 rennur út 10. desember. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Umsóknir eru rafrænar á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands undir liðnum styrkveitingar. Starfsmaður Menningarráðs Vesturlands, Elísabet Haraldsdóttir, veitir fúslega allar upplýsingar í síma 433 2313 einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið …
Jólatónleikar Vorboðans
Jólatónleikar söngfélagsins Vorboðans verða á aðventusamkomu í Breiðsbólsstaðarkirkju á Skógarströnd, sunnudaginn 11. desember kl. 16.
Fjallskilasamþykkt
Tekið hefur gildi ný fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið Dalabyggð nr. 1085/2011. Jafnframt er felld úr gildi fjallskilasamþykkt fyrir Dalasýslu nr. 532/1997. Gildir nú sama fjallskilasamþykktin yfir allt sveitarfélagið þar sem Skógarströndin fellur nú undir sömu samþykktina. Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið Dalabyggð nr. 1085/2011
Jólatré við Dalabúð
Kveikt verður á ljósum jólatrésins við Dalabúð mánudaginn 5. desember kl. 17:30. Börn á öllum aldri velkomin.
Takmarkanir á hundahaldi í Dalabyggð
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Dalabyggð sætir hundahald í Búðardal takmörkunum. Eigendum hunda í Búðardal er skylt að skrá hunda sína á skrifstofu Dalabyggðar. Við skráningu ber hundeiganda að sýna vátryggingarskírteini, vottorð dýralæknis um að hundurinn sé ekki haldinn smitandi sjúkdómi og hafi verið hreinsaður af bandormum, svo og öll þau skilríki sem máli skipta. Lausaganga hunda er óheimil í …