Bæjarhátíð – kassabílarallý

DalabyggðFréttir

Fyrsta kassabílarallý KM-þjónustunnar verður haldið á bæjarhátíðinni í Búðardal helgina 6. – 8. júlí.
Ekkert aldurstakmark er í keppnina. Foreldrar, afar og ömmur eru sérstaklega hvött til að aðstoða unga ökuþóra með þáttöku og smíðar.
Eftir kl. 17 þriðjudaginn 3. júlí geta keppendur komið með fararskjóta sína í KM-þjónustuna og fengið faglega aðstoð við að leggja lokahönd á smíðina og finna út úr vandamálum.
Hjörtur tekur við skráningum í síma 868 2884.
Nánari upplýsingar um nákvæman tíma og dagsetningu verða birtar á dalir.is og km.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei