Dalir og hólar

DalabyggðFréttir

Sýningin Dalir og hólar opnar laugardaginn 30. júní. Sýningarstaðir í ár verða á Reykhólum, við Vogaland í Króksfjarðarnesi, á Staðarhóli í Saurbæ og í Ólafsdal í Gilsfirði.
Myndlistamennirnir vinna út frá náttúru og menningu héraðanna sem mynda umgjörð um sýninguna. Sýningarskrá er jafnframt leiðsögukort um svæðið.
Viðfangsefni sýningarinnar að þessu sinni er hugtakið FERÐ.
Að þessu sinni hefur verkefnið boðið erlendum listamanni þátttöku, Cai Ulrich von Platen. Von Platen er danskur myndlistamaður búsettur í Kaupmannahöfn sem hefur hlotið margskonar opinberar viðurkenningu fyrir list sína, m.a. frá Statens Kunstfond.
Að auki er fjórum íslenskum listamönnum boðin þátttaka í sýningunni. Listamennirnir eru þau Ólafur Sveinn Gíslason, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir og Einar Garibaldi Eiríksson. Öll eru þau reyndir myndlistamenn sem tekið hafa þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis. Hafa verk þeirra gjarnan fjallað um ferðir og staði.
Sýningarstjórar eru þær Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei