Haustfagnaður FSD verður haldinn dagana 27.-28. október 2023. Á dagskránni verða hrútasýningar, verðlaun fyrir bestu 5vetra ærnar og bestu gimbrarnar, grillveisla, ljósmyndasamkeppni (sjá hér neðar) og ef til vill eitthvað fleira. Nánari dagskrá auglýst síðar. Hlökkum til að eiga góða daga með ykkur, stjórn FSD.
Uppfært: Neysluvatn í lagi
Í endurtekinni rannsókn á vatni vatnsveitu Dalabyggðar þá er niðurstaða að neysluvatnið stenst kröfur sem gerðar eru í reglugerð um neysluvatn. Því er íbúum óhætt að nýta það án suðu þ.e. beint úr krana. Í gær voru viðhafðar varúðarráðstafanir vegna neysluvatns og tilkynning þar um sett í loftið – varúðarráðstöfunum hefur nú verið aflétt.
Nýjar bækur á bókasafninu
Glænýjar bækur lentar á bókasafninu. Eitthvað fyrir alla, má þar nefna: Friðarsafnið eftir Lilju Magnúsdóttur, Kalmann eftir Joachim B. Schmidt og 8 skemmtilegar bækur um stríðnispúka, fyrir þá sem eru að æfa lestur. Bókasafnið er opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 12:30 til 17:30.
Skrifstofa Sýslumanns lokuð 26. september
Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal, verður lokuð þriðjudaginn 26. september nk. Hefðbundin opnun fimmtudaginn 28. september nk.
Kjötiðnaðarnámskeið – af beini til afurðar
Tveggja daga námskeið í Miðskógi í Dalabyggð Laugardaginn 30. september kl. 09:00 – 16:00 Sunnudaginn 1. október kl. 09:00 – 15:00 Verð: 80.000kr með lambsskrokk Verð: 58.000kr ef þátttakandi kemur með lambsskrokk Þátttakendur eiga allar sínar afurðir af námskeiðinu Aðeins eru 8 pláss í boði! Stéttarfélög niðurgreiða námskeiðskostnað allt að 100% Leiðbeinendur eru kjötiðnaðarmeistararnir: Rúnar Ingi Guðjónsson og Jónas Þórólfsson …
Nýsköpun í vestri: Frumkvöðla- og fyrirtækjamóti á Vesturlandi
Vakin er athygli á Nýsköpun í vestri: Frumkvöðla- og fyrirtækjamóti á Vesturlandi sem fram fer föstudaginn 29. september kl. 10-18 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Markmið frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Nýsköpun í vestri er stefnumót nýrra og reyndra frumkvöðla og rótgróinna fyrirtækja, …
Uppskeruhátíð Sumarbingós Héraðsbókasafnsins
Fimmtudaginn 28.september kl. 16:30 býður Hérðasbókasafn Dalasýslu þeim börnum sem skiluðu inn útfylltum bingóblöðum sínum sumarið 2023, að koma á bókasafnið og fá afhentar þátttökugjafir. Þeim er velkomið að bjóða fjölskyldunni með sér og gleðjast yfir velheppnuðu lestrarátaki. Í sumar stóð Héraðsbókasafn Dalasýslu fyrir lestrarátaki fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í formi sumarbingós. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann …
Áskorun til stjórnar og stjórnenda Samkaupa frá sveitarstjórn Dalabyggðar
Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi áskorun til stjórnar Samkaupa á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Við í Dalabyggð erum að leita allra leiða til að efla samfélagið okkar og innviði til hagsældar fyrir íbúa og aðra. Í ákveðnum efnum hefur nokkuð áunnist en hvað dagvöruverslun varðar, sem býður upp á helstu nauðsynjar til heimilisreksturs, þá stöndum …
Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar vegna laxeldis í sjókvíum
Sveitarstjórn Dalabyggðar bókaði svohljóðandi á 237. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 14. september sl. „Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í ám í sveitarfélaginu líkt og reyndin er víða í nágranna héruðum. Íslenski laxastofninn, hreinleiki hans og orðspor er dýrmætt vörumerki sem mikilvægt er að standa vörð um. Í Dalabyggð …
Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar
Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í …